Innlent

Réttindakennurum fjölgar

Alls hafa 408 menntaðir grunnskólakennarar sótt um leyfisbréf til menntamálaráðuneytisins til kennslu það sem af er árinu. Það er þegar 60 leyfum meira en allt árið í fyrra. Frá árinu 2000 hefur aukningin numið 158 prósentum. Átta af hverjum tíu nemendum úrskiftarárgangs kennara árið 2001 voru við störf tveimur árum síðar. Alls störfuðu 86 prósent árgangsins í skólanum en hluti hópsins entist ekki. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir ekki sjálfgefið að þó að menn ljúki kennaranámi séu þeir færir um kennslu. Þá nýtist menntunin vel í öðrum störfum og hluti kennara fari alltaf í framhaldsnám. "Sá sem endist í tvö ár getur enst ævina alla," segir Finnbogi. Leiðbeinendum fjölgar einnig innan veggja skólanna. Leiðbeinendur voru um 20 prósent kennara í grunnskólum landsins á árunum 1998 til 2002 og fjölgaði um 31 prósent, samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í september í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×