Þingflokkur sýnir tennurnar 29. september 2004 00:01 "Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
"Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira