Röng spurning á röngum tíma? Björn Bjarnason skrifar 27. september 2004 00:01 Svar við gagnrýni - Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra. Í sjónarmiðum Fréttablaðsins sunnudaginn 26. september hugar Guðmundur Magnússon, fulltrúi ritstjóra, að því, hvað megi segja í opinberum umræðum um dómstóla og hvenær. Honum finnst hafa verið rædd röng spurning um efnið á röngum tíma á málþingi Lögfræðingafélags Íslands föstudaginn 24. september um spurninguna: Er þörf á stjórnsýsludómstól? Ég var meðal ræðumanna á málþinginu, rakti þrjá nýlega dóma hæstaréttar um stjórnsýsluleg málefni og sagði undir lok máls míns, að rök hnigu að því, að dómstóll, sem sérhæfði sig á sviði stjórnsýslu mundi tileinka sér meiri skilning og virðingu fyrir hinum sérstöku lögmálum innan hennar, en fram hefði komið í þessum dómum. Á málþinginu varpaði Páll Hreinsson prófessor fram hugmynd um, að bæta mætti úr þessum skorti á sérþekkingu á annan veg en að koma á fót nýjum dómstól og er ég síður en svo andvígur þeirri hugmynd, þótt Fréttablaðið gefi annað til kynna í frétt sinni og frásögnum af málþinginu. Guðmundur Magnússon segir mig hafa velt því upp, hvort stofna ætti sérstakan stjórnsýsludómstól. Þetta er ekki rétt. Það var Lögfræðingafélag Íslands, sem varpaði þessari spurningu fram og fleiri sóttu málþing þess um efnið, en vænst var, svo að margir hafa áhuga á málinu meðal lögfræðinga. Guðmundur Magnússon segir mig hafa gagnrýnt hæstarétt "harkalega" og hafi ég meðal annars sakað dómara um "þekkingarskort" og hann telur ummæli mín "skaða" hæstarétt. Að lokum segir Guðmundur: "Ráðherrann hefur að sjálfsögðu fullt málfrelsi en hann verður að horfast í augu við að orð dómsmálaráðherra um dómstóla hafa meira vægi en flestra annarra. Tímasetningin er líka afar óheppileg í ljósi þjóðfélagsumræðu um það hvort forystumenn Sjálfstæðisflokksins séu að þröngva sér vilhöllum mönnum upp á hæstarétt". Í tilefni af orðum Guðmundar Magnússonar um að ég hafi verið að "skaða""hæstarétt fer ég þess á leit við Fréttablaðið, að það birti í heild þann kafla ræðu minnar, þar sem ég nefndi "þekkingarleysi" dómara til sögunnar. Tímasetningu málþingsins ákvað Lögfræðingafélag Íslands og er hún áreiðanlega ekki í neinu samhengi við val á nýjum dómara í hæstarétt. Ummæli Guðmundar um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara og val á milli þeirra dæma sig sjálf. Hæstiréttur á ekki um sárt að binda og hann þolir skaðlaust nú sem endranær, að menn segi rökstudda skoðun sína á dómum hans, jafnvel dómsmálaráðherra. Ég færði skýr rök fyrir svari mínu við spurningu Lögfræðingafélags Íslands, eins og menn sjá, ef þeir lesa þann kafla ræðu minnar, sem hér fylgir, eða ræðuna í heild á bjorn.is: "Þriðja dæmi mitt er dómur hæstaréttar frá 14. mars 2002 (í svonefndu minnisblaðsmáli), þar sem felld var úr gildi staðfesting úrskurðarnefndar um upplýsingamál á synjun forsætisráðuneytis um að veita aðgang að minnisblaði, sem samið hafði verið að tilhlutan fjögurra ráðherra til að undibúa umfjöllun og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við dómi hæstaréttar frá 19. desember 2000 um tekjutryggingu öryrkja. Ríkisstjórnin ákvað með vísan til minnisblaðsins að skipa starfshóp til að fjalla um dóminn og undirbúa aðgerðir vegna hans. Til að þeim trúnaðarmönnum ríkisstjórnarinnar, sem völdust í þennan starfshóp, mætti vera ljóst á hvaða grundvelli ákvörðun um skipun hópsins var tekin, var í skipunarbréfum til þeirra jafnframt vísað til minnisblaðsins og það látið fylgja bréfunum sem fylgiskjal. Samkvæmt niðurstöðu meirihluta hæstaréttar leiddu þessi síðastgreindu atvik til þess, að sú grein upplýsingalaga, sem slær skjaldborg um pólitíska umfjöllun og stefnumörkun ríkisstjórnar og undanþiggur aðgangi hvers kyns gögn, sem undirbúin eru fyrir fundi hennar, þótti ekki lengur eiga við um minnisblaðið. Taldi rétturinn, að stjórnvöld hefðu í verki fengið minnisblaðinu annað hlutverk og þannig í raun veitt að því ríkari aðgang en upphaflega hefði verið ætlunin. Með vísan til þessa var talið að beita bæri meginreglu upplýsingalaga og veita aðgang að minnisblaðinu. Í forsendum fyrir þessari niðurstöðu kom fram að rétturinn taldi vinnu sérfræðinganna ekki vera þátt í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, „enda eingöngu lögfræðingar skipaðir í starfshópinn", svo vitnað sé beint í texta dómsins. Að þessu athuguðu leit rétturinn svo til, að um þennan starfshóp hefði ekki gilt annað en um venjulegar nefndir á vegum ríkisins, sem komið væri á fót til að semja lagafrumvörp. Hann hefði því ekki verið skipaður til að taka saman vinnuskjal fyrir ríkisstjórnarfund, heldur til að skila lögfræðilegu áliti ásamt frumvarpi til þess að leggja fyrir Alþingi. Þar eð umþrætt minnisblað hefði verið hluti af erindisbréfi hópsins og forsætisráðuneytið hefði ekki gert neinn fyrirvara um meðferð þess, þegar það var sent til aðila utan stjórnarráðsins, hefði ráðuneytið ekki lengur getað vænst þess, að minnisblaðið hefði stöðu skjals, sem tekið hefði verið saman fyrir ráðherrafund og nyti af þeim ástæðum einum verndar gagnvart upplýsingarétti almennings. Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta. Þekkingarleysi réttarins birtist skýrt í útleggingum hans á hlutverki starfshópsins, sem skipaður var til að bregðast við öryrkjadóminum svonefnda og til að undirbúa aðgerðir af því tilefni, en þær skilgreinir rétturinn vægast sagt afar þröngt. Af því dregur dómurinn svo þá ályktun, að vinna hópsins hafi ekki verið þáttur í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, jafnvel þótt hún væri augljóslega fólgin í því að undirbúa lagafrumvarp fyrir ríkisstjórnina, sem hún gerði að sínu og lagði fyrir alþingi til að bregðast við áðurnefndum dómi. Lái mér hver sem vill, þótt mér sé spurn, hvar stefnumörkunar ríkisstjórnar ætti fremur að vera að leita en í þeirri undirbúningsvinnu, sem nauðsynleg er við smíði lagafrumvarpa. Og hvað eru drög að lagafrumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur til umfjöllunar og ákvörðunar, annað en vinnuskjal? Til marks um það, að vinna starfshópsins hefði ekki getað talist stefnumörkun af hálfu ríkisstjórnarinnar, benti rétturinn jafnvel á, að hópurinn hefði eingöngu verið skipaður lögfræðingum! Ja, öðruvísi mér áður brá, ef störf lögfræðinga eru nú ekki metin meira en svo, að þeir geti ekki í nauðsynlegum trúnaði lagt ríkisstjórninni lið við mótun þess réttarástands, sem hún kýs að beita sér fyrir hverju sinni. Afleiðingin af þessum dómi varð fyrst í stað sú, að ríkisstjórnin stöðvaði alla miðlun upplýsinga af fundum sínum meðan þýðing dómsins var metin og fordæmisgildi hans fyrir stjórnsýsluframkvæmd á sviði upplýsingalaga. Enda þótt ríkisstjórnin tæki síðar upp fyrra verklag við miðlun upplýsinga af fundum sínum, blasti að lokinni athugun við sú óvænta niðurstaða, að stjórnvöld virðast hér eftir hafa það í hendi sér með merkingu fyrirvara á skjöl að viðhalda nánast óbreyttri stjórnsýsluframkvæmd frá því, sem áður var". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Svar við gagnrýni - Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra. Í sjónarmiðum Fréttablaðsins sunnudaginn 26. september hugar Guðmundur Magnússon, fulltrúi ritstjóra, að því, hvað megi segja í opinberum umræðum um dómstóla og hvenær. Honum finnst hafa verið rædd röng spurning um efnið á röngum tíma á málþingi Lögfræðingafélags Íslands föstudaginn 24. september um spurninguna: Er þörf á stjórnsýsludómstól? Ég var meðal ræðumanna á málþinginu, rakti þrjá nýlega dóma hæstaréttar um stjórnsýsluleg málefni og sagði undir lok máls míns, að rök hnigu að því, að dómstóll, sem sérhæfði sig á sviði stjórnsýslu mundi tileinka sér meiri skilning og virðingu fyrir hinum sérstöku lögmálum innan hennar, en fram hefði komið í þessum dómum. Á málþinginu varpaði Páll Hreinsson prófessor fram hugmynd um, að bæta mætti úr þessum skorti á sérþekkingu á annan veg en að koma á fót nýjum dómstól og er ég síður en svo andvígur þeirri hugmynd, þótt Fréttablaðið gefi annað til kynna í frétt sinni og frásögnum af málþinginu. Guðmundur Magnússon segir mig hafa velt því upp, hvort stofna ætti sérstakan stjórnsýsludómstól. Þetta er ekki rétt. Það var Lögfræðingafélag Íslands, sem varpaði þessari spurningu fram og fleiri sóttu málþing þess um efnið, en vænst var, svo að margir hafa áhuga á málinu meðal lögfræðinga. Guðmundur Magnússon segir mig hafa gagnrýnt hæstarétt "harkalega" og hafi ég meðal annars sakað dómara um "þekkingarskort" og hann telur ummæli mín "skaða" hæstarétt. Að lokum segir Guðmundur: "Ráðherrann hefur að sjálfsögðu fullt málfrelsi en hann verður að horfast í augu við að orð dómsmálaráðherra um dómstóla hafa meira vægi en flestra annarra. Tímasetningin er líka afar óheppileg í ljósi þjóðfélagsumræðu um það hvort forystumenn Sjálfstæðisflokksins séu að þröngva sér vilhöllum mönnum upp á hæstarétt". Í tilefni af orðum Guðmundar Magnússonar um að ég hafi verið að "skaða""hæstarétt fer ég þess á leit við Fréttablaðið, að það birti í heild þann kafla ræðu minnar, þar sem ég nefndi "þekkingarleysi" dómara til sögunnar. Tímasetningu málþingsins ákvað Lögfræðingafélag Íslands og er hún áreiðanlega ekki í neinu samhengi við val á nýjum dómara í hæstarétt. Ummæli Guðmundar um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara og val á milli þeirra dæma sig sjálf. Hæstiréttur á ekki um sárt að binda og hann þolir skaðlaust nú sem endranær, að menn segi rökstudda skoðun sína á dómum hans, jafnvel dómsmálaráðherra. Ég færði skýr rök fyrir svari mínu við spurningu Lögfræðingafélags Íslands, eins og menn sjá, ef þeir lesa þann kafla ræðu minnar, sem hér fylgir, eða ræðuna í heild á bjorn.is: "Þriðja dæmi mitt er dómur hæstaréttar frá 14. mars 2002 (í svonefndu minnisblaðsmáli), þar sem felld var úr gildi staðfesting úrskurðarnefndar um upplýsingamál á synjun forsætisráðuneytis um að veita aðgang að minnisblaði, sem samið hafði verið að tilhlutan fjögurra ráðherra til að undibúa umfjöllun og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við dómi hæstaréttar frá 19. desember 2000 um tekjutryggingu öryrkja. Ríkisstjórnin ákvað með vísan til minnisblaðsins að skipa starfshóp til að fjalla um dóminn og undirbúa aðgerðir vegna hans. Til að þeim trúnaðarmönnum ríkisstjórnarinnar, sem völdust í þennan starfshóp, mætti vera ljóst á hvaða grundvelli ákvörðun um skipun hópsins var tekin, var í skipunarbréfum til þeirra jafnframt vísað til minnisblaðsins og það látið fylgja bréfunum sem fylgiskjal. Samkvæmt niðurstöðu meirihluta hæstaréttar leiddu þessi síðastgreindu atvik til þess, að sú grein upplýsingalaga, sem slær skjaldborg um pólitíska umfjöllun og stefnumörkun ríkisstjórnar og undanþiggur aðgangi hvers kyns gögn, sem undirbúin eru fyrir fundi hennar, þótti ekki lengur eiga við um minnisblaðið. Taldi rétturinn, að stjórnvöld hefðu í verki fengið minnisblaðinu annað hlutverk og þannig í raun veitt að því ríkari aðgang en upphaflega hefði verið ætlunin. Með vísan til þessa var talið að beita bæri meginreglu upplýsingalaga og veita aðgang að minnisblaðinu. Í forsendum fyrir þessari niðurstöðu kom fram að rétturinn taldi vinnu sérfræðinganna ekki vera þátt í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, „enda eingöngu lögfræðingar skipaðir í starfshópinn", svo vitnað sé beint í texta dómsins. Að þessu athuguðu leit rétturinn svo til, að um þennan starfshóp hefði ekki gilt annað en um venjulegar nefndir á vegum ríkisins, sem komið væri á fót til að semja lagafrumvörp. Hann hefði því ekki verið skipaður til að taka saman vinnuskjal fyrir ríkisstjórnarfund, heldur til að skila lögfræðilegu áliti ásamt frumvarpi til þess að leggja fyrir Alþingi. Þar eð umþrætt minnisblað hefði verið hluti af erindisbréfi hópsins og forsætisráðuneytið hefði ekki gert neinn fyrirvara um meðferð þess, þegar það var sent til aðila utan stjórnarráðsins, hefði ráðuneytið ekki lengur getað vænst þess, að minnisblaðið hefði stöðu skjals, sem tekið hefði verið saman fyrir ráðherrafund og nyti af þeim ástæðum einum verndar gagnvart upplýsingarétti almennings. Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta. Þekkingarleysi réttarins birtist skýrt í útleggingum hans á hlutverki starfshópsins, sem skipaður var til að bregðast við öryrkjadóminum svonefnda og til að undirbúa aðgerðir af því tilefni, en þær skilgreinir rétturinn vægast sagt afar þröngt. Af því dregur dómurinn svo þá ályktun, að vinna hópsins hafi ekki verið þáttur í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, jafnvel þótt hún væri augljóslega fólgin í því að undirbúa lagafrumvarp fyrir ríkisstjórnina, sem hún gerði að sínu og lagði fyrir alþingi til að bregðast við áðurnefndum dómi. Lái mér hver sem vill, þótt mér sé spurn, hvar stefnumörkunar ríkisstjórnar ætti fremur að vera að leita en í þeirri undirbúningsvinnu, sem nauðsynleg er við smíði lagafrumvarpa. Og hvað eru drög að lagafrumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur til umfjöllunar og ákvörðunar, annað en vinnuskjal? Til marks um það, að vinna starfshópsins hefði ekki getað talist stefnumörkun af hálfu ríkisstjórnarinnar, benti rétturinn jafnvel á, að hópurinn hefði eingöngu verið skipaður lögfræðingum! Ja, öðruvísi mér áður brá, ef störf lögfræðinga eru nú ekki metin meira en svo, að þeir geti ekki í nauðsynlegum trúnaði lagt ríkisstjórninni lið við mótun þess réttarástands, sem hún kýs að beita sér fyrir hverju sinni. Afleiðingin af þessum dómi varð fyrst í stað sú, að ríkisstjórnin stöðvaði alla miðlun upplýsinga af fundum sínum meðan þýðing dómsins var metin og fordæmisgildi hans fyrir stjórnsýsluframkvæmd á sviði upplýsingalaga. Enda þótt ríkisstjórnin tæki síðar upp fyrra verklag við miðlun upplýsinga af fundum sínum, blasti að lokinni athugun við sú óvænta niðurstaða, að stjórnvöld virðast hér eftir hafa það í hendi sér með merkingu fyrirvara á skjöl að viðhalda nánast óbreyttri stjórnsýsluframkvæmd frá því, sem áður var".
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun