Stjórnin einhuga um Símann 24. september 2004 00:01 Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir stjórnarflokkana einhuga um hvernig standa skuli að sölu Símans. Hann lítur svo á að sú ákvörðun, að heppilegast sé að selja fyrirtækið í einu lagi, standi óhögguð. Auglýst verður eftir ráðgjafa vegna sölunnar um eða eftir helgi. Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi sínum í vikunni að auglýsa eftir ráðgjafa, sem ásamt nefndinni mun leggja mat á það hvernig og hvenær sé best að huga að söluferlinu í tengslum við Símann. Gert er ráð fyrir að viðkomandi skili inn tilboðum fyrir 25. október næstkomandi og telur Jón Sveinsson, sem er nýskipaður formaður nefndarinnar, hæpið að sjálft einkavæðingarferlið, geti hafist af alvöru fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Hann segir stjórnarflokkana sammála um það hvernig standa skuli að ferlinu. Þegar til stóð að selja Símann fyrir nokkrum árum var sjálfstætt verðmat lagt á fyrirtækið. Jón segir áfram unnið að þeim þætti en vill ekkert gefa upp í því sambandi. Þetta verði mjög vandlega skoðað áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sagt að ljúka verði við uppbyggingu á dreifikerfi Símans áður en fyrirtækið verði selt. Formaður einkavæðingarnefndar bendir á að sú ákvörðun hafi verið tekin á sínum tíma að heppilegast og best væri að selja fyrirtækið í einu lagi. Jón telur að lög um samkeppni og fjarskipti tryggi eðlilegt eftirlit í þessum efnum og telur ekki ástæðu til að óttast að um einhverja misbeitingu verði að ræða að hálfu fyrirtækisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir stjórnarflokkana einhuga um hvernig standa skuli að sölu Símans. Hann lítur svo á að sú ákvörðun, að heppilegast sé að selja fyrirtækið í einu lagi, standi óhögguð. Auglýst verður eftir ráðgjafa vegna sölunnar um eða eftir helgi. Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi sínum í vikunni að auglýsa eftir ráðgjafa, sem ásamt nefndinni mun leggja mat á það hvernig og hvenær sé best að huga að söluferlinu í tengslum við Símann. Gert er ráð fyrir að viðkomandi skili inn tilboðum fyrir 25. október næstkomandi og telur Jón Sveinsson, sem er nýskipaður formaður nefndarinnar, hæpið að sjálft einkavæðingarferlið, geti hafist af alvöru fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Hann segir stjórnarflokkana sammála um það hvernig standa skuli að ferlinu. Þegar til stóð að selja Símann fyrir nokkrum árum var sjálfstætt verðmat lagt á fyrirtækið. Jón segir áfram unnið að þeim þætti en vill ekkert gefa upp í því sambandi. Þetta verði mjög vandlega skoðað áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sagt að ljúka verði við uppbyggingu á dreifikerfi Símans áður en fyrirtækið verði selt. Formaður einkavæðingarnefndar bendir á að sú ákvörðun hafi verið tekin á sínum tíma að heppilegast og best væri að selja fyrirtækið í einu lagi. Jón telur að lög um samkeppni og fjarskipti tryggi eðlilegt eftirlit í þessum efnum og telur ekki ástæðu til að óttast að um einhverja misbeitingu verði að ræða að hálfu fyrirtækisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira