Samræmdar reglur skortir 23. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun