Samræmdar reglur skortir 23. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun