Stimpilgjald hvergi eins og hér 23. september 2004 00:01 Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts og bitnar gjaldið á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópuríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fasteignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. "Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækjanna," segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinargott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. "Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjármögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af." Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Einstaklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. "Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari farveg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfirdrætti." Ari segir að varðandi endurfjármögnun sé gjaldið markaðshindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífsins gera sér grein fyrir að tekjustofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. "En það væri eðlilegt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim viðskiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndunum." Viðskipti Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts og bitnar gjaldið á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópuríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fasteignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. "Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækjanna," segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinargott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. "Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjármögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af." Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Einstaklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. "Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari farveg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfirdrætti." Ari segir að varðandi endurfjármögnun sé gjaldið markaðshindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífsins gera sér grein fyrir að tekjustofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. "En það væri eðlilegt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim viðskiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndunum."
Viðskipti Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira