Stimpilgjald hvergi eins og hér 23. september 2004 00:01 Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts og bitnar gjaldið á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópuríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fasteignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. "Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækjanna," segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinargott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. "Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjármögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af." Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Einstaklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. "Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari farveg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfirdrætti." Ari segir að varðandi endurfjármögnun sé gjaldið markaðshindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífsins gera sér grein fyrir að tekjustofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. "En það væri eðlilegt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim viðskiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndunum." Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts og bitnar gjaldið á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópuríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fasteignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. "Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækjanna," segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinargott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. "Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjármögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af." Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Einstaklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. "Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari farveg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfirdrætti." Ari segir að varðandi endurfjármögnun sé gjaldið markaðshindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífsins gera sér grein fyrir að tekjustofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. "En það væri eðlilegt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim viðskiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndunum."
Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira