Mikil eyðilegging í öflugum stormi 16. september 2004 00:01 Sjónarvottar sögðu að ótrúlegt hefði verið að sjá afleiðingar veðurhamsins í Freysnesi í Öræfum þar sem þak fauk ofan af einni álmu Hótels Skaftafells um klukkan fimm í gærmorgun. Auk skemmda á húseignum fauk líka klæðning af vegi við Svínafellsá. Björgunarsveitir á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og víðar höfðu einnig nóg að gera undir morgun og fram eftir morgni í gær við að festa þakplötur og aðstoða fólk vegna veðursins. Þak fauk ofan af 12 herbergjum í Hótel Skaftafelli og var fólk í þeim öllum. Anna María Ragnarsdóttir, hótelstýra og -eigandi, segir þó engan hafa meiðst í óveðrinu en eðlilega hafi öllum brugðið mjög mikið. "Það varð engum svefnsamt hér," sagði hún og taldi að þarna hafi veðurhæðin jafnast á við fellibylji sem þekkist nær miðbaug. "Það mældist 50 metra vindhraði á sekúndu í hviðum hér rétt fyrir austan okkur í Sandfelli." Sigurður Gunnarsson á Hnappavöllum í Björgunarsveitinni Kára í Öræfum var kallaður út skömmu eftir klukkan sex um morguninn til að ferja erlent ferðafólk úr hótelinu yfir í þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. Sveitin hefur yfir að ráða Benz Unimog bryndreka, sem er um 10 tonn að þyngd og haggast varla í verstu vindhviðum. "Þetta var víst aðallega einn hvellur sem allt splundraðist í. Fólkið sat svo náttúrlega hrætt niðri í stofu í kjallaranum," sagði Sigurður, en hann fór þrjár ferðir yfir í þjónustumiðstöðina með fólkið og tvær til viðbótar með farangur og fleira smálegt til að hægt væri að gefa öllum að borða. Til stóð að björgunarsveitarmenn hjálpuðu til við að hreinsa upp brak eftir að matsmenn tryggingafélags lykju störfum seinni partinn. Anna María segir skemmdir á hótelinu mjög miklar. Þakið hafi splundrast og sé á víð og dreif um svæðið. Þá brotnuðu rúður, klæðning skemmdist og önnur álma hótelsins færðist til á grunni sínum. "Þegar svona þak fer af stað skemmir það svo mikið vegna foksins, það varð alveg svakalega hvasst hérna. Við munum ekki eftir öðru eins veðri," sagði hún. Við tekur hreinsun og svo uppbygging og taldi Anna að loka þyrfti hótelinu í einhverja daga á meðan. Hún segir að um töluvert fjárhagslegt áfall sé að ræða enda fullur rekstur í gangi í hótelinu. "Við erum með bókað dagana sem framundan eru og svo verða svona hlutir auðvitað aldrei bættir að fullu. Svo sjáum við fram á ansi margar vinnustundir, sem við töldum okkur eiga að baki þegar við höfðum byggt upp hótelið," sagði hún, en fyrsta álman í Hótel Skaftafelli var opnuð árið 1989. Talið er að álman sem fauk ofan af hafi verið byggð árið 1986. "Fyrir mestu er að enginn slasaðist, en auðvitað er ömurlegt að sjá starf manns fara svona," sagði Anna María. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir heldur hvassara hafa orðið í mestu toppunum í veðrinu en hægt hafi verið að sjá fyrir í fljótu bragði, en Veðurstofan varaði engu að síður við storminum og fólk var hvatt til að huga að lausamunum. "Spáin gekk samt eftir í meginatriðum. Við vorum samt að sjá tölur upp í 44 metra á sekúndu í meðalvind og hviður upp í 54 metra á sekúndu, eins og á Stórhöfða," sagði hann og taldi að í svo miklum vindi væri tæpast hægt að reikna með að ekkert kæmi upp á. "Þarna í Freysnesi var vindur um 32 metrar þegar hvassast var og vindhviðan fór þar í 50 metra. Svona hviður eru svo sterkar að ekki þarf nema eina til að lyfta þaki eins og gerðist." "Þetta er hefðbundið í september, þá koma nokkur skot og það fýkur sem er laust og síðan er þetta búið," sagði Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en björgunarsveitir höfðu í ýmsu að snúast undir morgun í gær. Í höfuðborginni voru þrír hópar að störfum, festa þurfti gafl húss á Kjalarnesi og fleira smálegt, eins og fok af vinnupöllum. Þá voru björgunarsveitir að störfum á Hvolsvelli þar sem þakplötur fuku, í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Garðabæ. Á Húsavík þurfti að festa 7 til 8 metra langt skilti á Landsbankanum sem byrjað var að molna upp í veðurhamnum og björgunarfélag Ísafjarðar þurfti að sinna þakplötum og fleiru um hádegisbil í gær. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Sjónarvottar sögðu að ótrúlegt hefði verið að sjá afleiðingar veðurhamsins í Freysnesi í Öræfum þar sem þak fauk ofan af einni álmu Hótels Skaftafells um klukkan fimm í gærmorgun. Auk skemmda á húseignum fauk líka klæðning af vegi við Svínafellsá. Björgunarsveitir á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og víðar höfðu einnig nóg að gera undir morgun og fram eftir morgni í gær við að festa þakplötur og aðstoða fólk vegna veðursins. Þak fauk ofan af 12 herbergjum í Hótel Skaftafelli og var fólk í þeim öllum. Anna María Ragnarsdóttir, hótelstýra og -eigandi, segir þó engan hafa meiðst í óveðrinu en eðlilega hafi öllum brugðið mjög mikið. "Það varð engum svefnsamt hér," sagði hún og taldi að þarna hafi veðurhæðin jafnast á við fellibylji sem þekkist nær miðbaug. "Það mældist 50 metra vindhraði á sekúndu í hviðum hér rétt fyrir austan okkur í Sandfelli." Sigurður Gunnarsson á Hnappavöllum í Björgunarsveitinni Kára í Öræfum var kallaður út skömmu eftir klukkan sex um morguninn til að ferja erlent ferðafólk úr hótelinu yfir í þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. Sveitin hefur yfir að ráða Benz Unimog bryndreka, sem er um 10 tonn að þyngd og haggast varla í verstu vindhviðum. "Þetta var víst aðallega einn hvellur sem allt splundraðist í. Fólkið sat svo náttúrlega hrætt niðri í stofu í kjallaranum," sagði Sigurður, en hann fór þrjár ferðir yfir í þjónustumiðstöðina með fólkið og tvær til viðbótar með farangur og fleira smálegt til að hægt væri að gefa öllum að borða. Til stóð að björgunarsveitarmenn hjálpuðu til við að hreinsa upp brak eftir að matsmenn tryggingafélags lykju störfum seinni partinn. Anna María segir skemmdir á hótelinu mjög miklar. Þakið hafi splundrast og sé á víð og dreif um svæðið. Þá brotnuðu rúður, klæðning skemmdist og önnur álma hótelsins færðist til á grunni sínum. "Þegar svona þak fer af stað skemmir það svo mikið vegna foksins, það varð alveg svakalega hvasst hérna. Við munum ekki eftir öðru eins veðri," sagði hún. Við tekur hreinsun og svo uppbygging og taldi Anna að loka þyrfti hótelinu í einhverja daga á meðan. Hún segir að um töluvert fjárhagslegt áfall sé að ræða enda fullur rekstur í gangi í hótelinu. "Við erum með bókað dagana sem framundan eru og svo verða svona hlutir auðvitað aldrei bættir að fullu. Svo sjáum við fram á ansi margar vinnustundir, sem við töldum okkur eiga að baki þegar við höfðum byggt upp hótelið," sagði hún, en fyrsta álman í Hótel Skaftafelli var opnuð árið 1989. Talið er að álman sem fauk ofan af hafi verið byggð árið 1986. "Fyrir mestu er að enginn slasaðist, en auðvitað er ömurlegt að sjá starf manns fara svona," sagði Anna María. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir heldur hvassara hafa orðið í mestu toppunum í veðrinu en hægt hafi verið að sjá fyrir í fljótu bragði, en Veðurstofan varaði engu að síður við storminum og fólk var hvatt til að huga að lausamunum. "Spáin gekk samt eftir í meginatriðum. Við vorum samt að sjá tölur upp í 44 metra á sekúndu í meðalvind og hviður upp í 54 metra á sekúndu, eins og á Stórhöfða," sagði hann og taldi að í svo miklum vindi væri tæpast hægt að reikna með að ekkert kæmi upp á. "Þarna í Freysnesi var vindur um 32 metrar þegar hvassast var og vindhviðan fór þar í 50 metra. Svona hviður eru svo sterkar að ekki þarf nema eina til að lyfta þaki eins og gerðist." "Þetta er hefðbundið í september, þá koma nokkur skot og það fýkur sem er laust og síðan er þetta búið," sagði Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en björgunarsveitir höfðu í ýmsu að snúast undir morgun í gær. Í höfuðborginni voru þrír hópar að störfum, festa þurfti gafl húss á Kjalarnesi og fleira smálegt, eins og fok af vinnupöllum. Þá voru björgunarsveitir að störfum á Hvolsvelli þar sem þakplötur fuku, í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Garðabæ. Á Húsavík þurfti að festa 7 til 8 metra langt skilti á Landsbankanum sem byrjað var að molna upp í veðurhamnum og björgunarfélag Ísafjarðar þurfti að sinna þakplötum og fleiru um hádegisbil í gær.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira