Áhyggjur af lagabreytingum 16. september 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess. Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess.
Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira