Ríkið tekur 84% af vodkaflösku 15. september 2004 00:01 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga Íslendingar heimsmet í skattlagningu á áfengi. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaðartölum frá ÁTVR fer hlutur ríkisins í einstakri vörutegund upp í allt að 85% af verði. Þannig borgar neytandinn ríkinu 2419 krónur í skatt af hverri keyptri 700 ml. Absolut vodkaflösku, sem kostar 2880 krónur í vínbúð. Inni í þeirri tölu er bæði 24,5% virðisaukaskattur, sem hljóðar upp á 567 kr. í þessu tiltekna dæmi, og áfengisgjald, sem hljóðar upp á 1852 krónur. Skatthlutfall í öðrum tegundum er einnig hátt. Þannig tekur ríkið um 59% af hverri seldri flösku af Baileys líkjör, 62% af tiltölulega ódýrri franskri Merlot rauðvínsflösku og 68% af hverri seldri dós af Tuborg Gold. Þegar áfengisgjald á sterkt vín, þar sem skatthlutfallið er hvað hæst, er borið saman við áfengisgjöld í nágrannalöndum sést ótvírætt að Íslendingar eiga vinninginn í álagningu. Bretar leggja 1066 kr áfengisgjald á hvern lítra af 40% áfengi, Þjóðverjar 447 krónur, Danir 667 krónur, Svíar 1891 krónu og Kýpurbúar 71 krónu. Norðmenn skattleggja rausnarlega og leggja 2327 krónur á hvern seldan lítra af 40% áfengi, en komast þó ekki með tærnar þar sem Íslendingar hafa hælana, með 2646 krónur. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga Íslendingar heimsmet í skattlagningu á áfengi. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaðartölum frá ÁTVR fer hlutur ríkisins í einstakri vörutegund upp í allt að 85% af verði. Þannig borgar neytandinn ríkinu 2419 krónur í skatt af hverri keyptri 700 ml. Absolut vodkaflösku, sem kostar 2880 krónur í vínbúð. Inni í þeirri tölu er bæði 24,5% virðisaukaskattur, sem hljóðar upp á 567 kr. í þessu tiltekna dæmi, og áfengisgjald, sem hljóðar upp á 1852 krónur. Skatthlutfall í öðrum tegundum er einnig hátt. Þannig tekur ríkið um 59% af hverri seldri flösku af Baileys líkjör, 62% af tiltölulega ódýrri franskri Merlot rauðvínsflösku og 68% af hverri seldri dós af Tuborg Gold. Þegar áfengisgjald á sterkt vín, þar sem skatthlutfallið er hvað hæst, er borið saman við áfengisgjöld í nágrannalöndum sést ótvírætt að Íslendingar eiga vinninginn í álagningu. Bretar leggja 1066 kr áfengisgjald á hvern lítra af 40% áfengi, Þjóðverjar 447 krónur, Danir 667 krónur, Svíar 1891 krónu og Kýpurbúar 71 krónu. Norðmenn skattleggja rausnarlega og leggja 2327 krónur á hvern seldan lítra af 40% áfengi, en komast þó ekki með tærnar þar sem Íslendingar hafa hælana, með 2646 krónur.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira