Síminn ekki seldur með hraði 13. september 2004 00:01 Davíð Oddsson forsætisráðherra segir meintan ágreining stjórnarflokkanna hafa verið "kallaðan fram", lítið beri í milli í helstu málum, svo sem Símamálinu, Evrópumálum, öryrkjamáli og um fjárfestingar í sjávarútvegi þrátt fyrir fréttir fjömiðla um ágreining. Davíð vísar því á bug í viðtali við Fréttablaðið að hætt hafi verið við sölu Símans. "Nei, það er alltof mikið sagt, ég nefndi til sögunnar í viðtali í Morgunblaðiðinu að Ólafur Davíðsson myndi láta af því starfi að vera formaður einkavæðingarnefndar og það kemur nýr fulltrúi inn í nefndina frá mér. Mér finnst eðlilegt að við þessi skipti fái nýr forsætisráðherra og formaður á hans vegum tíma til að móta hlutina. En þetta er verkefni kjörtímabilsins. Það eina sem ég sagði í Morgunblaðinu var að við værum ekki á neinni hraðferð. Við Halldór höfum orðað þetta á sama hátt, held ég, að það sé bundið í stjórnarsáttmálann að klára þetta á kjörtímabilinu og þá miðum við hvenær er hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu. Það er enginn ágreiningur í þessu máli." Davíð gerði einnig lítið úr mismunandi áherslum stjórnarflokkanna um dreifikerfi Símans. "Ég heyrði haft eftir formanni þingflokks framsóknarmanna að það þyrfti að bæta 200 milljónum í tengingar á grunnnetið til að framsóknarmenn væru sáttir. Þetta getur ekki haft áhrif á sölu Símans upp á 50-70 milljarða hvorum megin þær 200 milljónir liggja. Mannist sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona það að verði meira fjör en þetta!" Davíð sat í gær síðasta þingflokksfund sinn sem forsætisráðherra en hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar frá því að hann settist á Alþingi árið 1991 fyrir rúmum 13 árum. Á morgun víkur hann úr stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og tekur við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Davíð yfirgefur stjórnarráðið og miðbæinn með mikilli eftirsjá. "Ég var að laga til á Þingvöllum í gær og í skrifborðinu mínu í stjórnarráðinu og í læstum hirslum í gær. Allt tekur þetta á mann því þetta eru mikil tímamót." -Góðar minningar? "Já, mjög margar góðar minningar, ég vann í Iðnó, í Nathans Olsens-húsinu sem nú hýsir Apótekið, Morgunblaðshöllinni, Ingólfsapóteki, Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón Þorláksson lét reisa við Tryggvagötu og auðvitað þinghúsinu og stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það en ætli radíusinn sé ekki svona 150 metrar og svo er maður allt í einu kominn upp í sveit! Með fullri virðingu." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir meintan ágreining stjórnarflokkanna hafa verið "kallaðan fram", lítið beri í milli í helstu málum, svo sem Símamálinu, Evrópumálum, öryrkjamáli og um fjárfestingar í sjávarútvegi þrátt fyrir fréttir fjömiðla um ágreining. Davíð vísar því á bug í viðtali við Fréttablaðið að hætt hafi verið við sölu Símans. "Nei, það er alltof mikið sagt, ég nefndi til sögunnar í viðtali í Morgunblaðiðinu að Ólafur Davíðsson myndi láta af því starfi að vera formaður einkavæðingarnefndar og það kemur nýr fulltrúi inn í nefndina frá mér. Mér finnst eðlilegt að við þessi skipti fái nýr forsætisráðherra og formaður á hans vegum tíma til að móta hlutina. En þetta er verkefni kjörtímabilsins. Það eina sem ég sagði í Morgunblaðinu var að við værum ekki á neinni hraðferð. Við Halldór höfum orðað þetta á sama hátt, held ég, að það sé bundið í stjórnarsáttmálann að klára þetta á kjörtímabilinu og þá miðum við hvenær er hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu. Það er enginn ágreiningur í þessu máli." Davíð gerði einnig lítið úr mismunandi áherslum stjórnarflokkanna um dreifikerfi Símans. "Ég heyrði haft eftir formanni þingflokks framsóknarmanna að það þyrfti að bæta 200 milljónum í tengingar á grunnnetið til að framsóknarmenn væru sáttir. Þetta getur ekki haft áhrif á sölu Símans upp á 50-70 milljarða hvorum megin þær 200 milljónir liggja. Mannist sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona það að verði meira fjör en þetta!" Davíð sat í gær síðasta þingflokksfund sinn sem forsætisráðherra en hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar frá því að hann settist á Alþingi árið 1991 fyrir rúmum 13 árum. Á morgun víkur hann úr stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og tekur við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Davíð yfirgefur stjórnarráðið og miðbæinn með mikilli eftirsjá. "Ég var að laga til á Þingvöllum í gær og í skrifborðinu mínu í stjórnarráðinu og í læstum hirslum í gær. Allt tekur þetta á mann því þetta eru mikil tímamót." -Góðar minningar? "Já, mjög margar góðar minningar, ég vann í Iðnó, í Nathans Olsens-húsinu sem nú hýsir Apótekið, Morgunblaðshöllinni, Ingólfsapóteki, Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón Þorláksson lét reisa við Tryggvagötu og auðvitað þinghúsinu og stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það en ætli radíusinn sé ekki svona 150 metrar og svo er maður allt í einu kominn upp í sveit! Með fullri virðingu."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira