Keyptu ráðandi hlut á 5 milljarða 10. september 2004 00:01 Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Seljandi er fyrirtæki Kenneth Peterson, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandsíma undir merkjum Og Vodafone. "Okkur bauðst þetta og við teljum þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við teljum að það eigi sér bjarta framtíð," segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki eigi mikla samleið. "Það er enginn spurning að þróunin mun verða sú að ljósvaka- og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með náinn samstarfsaðila við þessa uppbyggingu." Norðurljós slitu í sumar viðræðum við Símann um dreifingu starfræns efnis. Í kjölfarið keypti Síminn sýningarréttinn á enska boltanum og fjórðungs hlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla með svipuðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafone hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér á landi. Fyrr á þessu ári seldi hann hlut sinn í Norðuráli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðarson stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfmaður Petersons segir að það þýði ekki að Peterson muni ekki áfram horfa til fjárfestinga hér á landi. "Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga fjarskiptafyrirtækjum." Stíll Kenneth Peterson í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægðar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Sjá meira
Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Seljandi er fyrirtæki Kenneth Peterson, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandsíma undir merkjum Og Vodafone. "Okkur bauðst þetta og við teljum þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við teljum að það eigi sér bjarta framtíð," segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki eigi mikla samleið. "Það er enginn spurning að þróunin mun verða sú að ljósvaka- og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með náinn samstarfsaðila við þessa uppbyggingu." Norðurljós slitu í sumar viðræðum við Símann um dreifingu starfræns efnis. Í kjölfarið keypti Síminn sýningarréttinn á enska boltanum og fjórðungs hlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla með svipuðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafone hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér á landi. Fyrr á þessu ári seldi hann hlut sinn í Norðuráli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðarson stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfmaður Petersons segir að það þýði ekki að Peterson muni ekki áfram horfa til fjárfestinga hér á landi. "Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga fjarskiptafyrirtækjum." Stíll Kenneth Peterson í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægðar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Sjá meira