Þörf á annarri samsteypu 8. september 2004 00:01 Mun meiri samþjöppun er á íslenskum fjölmiðlamarkaði en í öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum, samkvæmt útreikningum Eli Noam, fjölmiðlahagfræðings og prófessors í Columbia University í Bandaríkjunum. Hann er einn helsti ráðgjafi yfirvalda þar í landi varðandi samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Noam reiknaði lauslega út fyrir Fréttablaðið samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði út frá ákveðnum reikningsstuðli, sem kallast Herfindahl-Hirschman stuðullinn (HHI). Samkvæmt þeim útreikningum er samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði mjög mikil og töluvert mikið meiri en í þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Stærðarhagkvæmni mikil í fjölmiðlarekstri "Það verður að skoða hvaða ástæður eru fyrir þessari miklu samþjöppun. Ísland er lítill markaður með fámennri þjóð og eigin tungumáli. Framleiðsla á fjölmiðlaefni er kostnaðarsöm og stærðarhagkvæmnin er þar mikil. Fyrsta dagblaðseintakið er dýrt í framleiðslu en það kostar lítið að prenta fleiri eintök. Sama er upp á teningnum með framleiðslu á sjónvarpsefni," segir Noam. Hann bendir á að fjölmiðlafyrirtæki verði að vera af ákveðinni lágmarksstærð og það verði að fela í sér nokkra þætti fjölmiðlastarfsemi svo hægt sé að reka það á sem hagkvæmasta hátt. "Fjölmiðlar innan fyrirtækisins geta þá sameinast um fréttaöflun auk markaðssetningar, auglýsinga og annan rekstur. Hagkvæmissjónarmiðin benda öll í þessa átt, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar," segir hann. Hann segir að taka þurfi pólitíska ákvörðun um hversu mikil samþjöppun sé æskileg á fjölmiðlamarkaði út frá lýðræðislegu sjónarmiði. "Það verður að gera á hlutlægan hátt og burtséð frá því hvaða stjórnmálaástand er við lýði í landinu á þeim tíma. Það verður að vera samstaða um ákveðinn stuðul sem stjórnamálamenn geta komið sér saman um að sé ásættanleg miðað við stærð og hagkerfi landsins. Síðan er spurningin hvernig megi koma samþjöppuninni niður í þessa tölu, það er að segja ef samþjöppunin er meiri en gert er ráð fyrir samkvæmt stuðlinum," segir Noam. Pólitísk átök um reglugerð um fjölmiðla í BandaríkjunumHann segir að hægt sé að fara nokkrar leiðir til þess að draga úr samþjöppun. Ein leiðin sé með lagasetningu sem takmarki eignarhald. "Þessi leið hefur verið farin í Bandaríkjunum. Síðustu tvo til þrjá áratugi hefur þó verið tilhneyging í þá átt að smám saman slaka á í löggjöfinni," segir Noam. Mikill pólitískur slagur átti sér stað í Bandaríkjunum á síðasta ári þegar Fjölmiðlaráð Bandaríkjanna lagði það til að enn frekar yrði slakað á reglum um fjölmiðla. Fjölmiðlaráðið er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir bandaríska þingið. "Hvíta húsið hótaði að skrifa ekki undir lögin og fella þar með ákvörðun Fjölmiðlaráðsins úr gildi. Ákvörðun Fjölmiðlaráðsins studdu hins vegar þingmenn úr báðum flokkum, bæði demókratar og repúblikanar. Deilan stóð því milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Hvíta húsið hefði tapað málinu í þinginu og því þurfti málamiðlun. Hún var sú að reglunum var breytt lítillega, en ekki eins mikið og framkvæmdavaldið hefði viljað," segir hann. Ekki víst að hér geti ríkt fjölbreytni Noam segir að hægt sé að fara aðra leið en þá að setja lög eða með reglugerðum. Einfaldlega sé hægt að gefa út fleiri útvarpsleyfi fyrir sjónvarp og útvarp. "Fjölgun sjónvarpsstöðva eykur fjölbreytni á markaði og dregur úr samþjöppun. Þá erum við að tala um sjónvarpsstöðvar sem framleiða íslenskt efni og reka eigin fréttastofur. Framleiðsla á fréttum er lykilatriði þegar tryggja á fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði, afþreyingarefni spilar þar ekki inní," segir Noam. Hann spyr hvers vegna það eru einungis tvær sjónvarpsstöðvar á Íslandi sem reki eigin fréttastofu og sendi út fréttir. "Það eru engin lög sem koma í veg fyrir að þær séu fleiri og útvarpsleyfi eru ekki af skornum skammti. Þá er heldur engin lagaleg hindrun gegn útgáfu fleiri dagblaða. Hér er hins vegar hagkvæmnissjónarmið sem spilar inní. Það er alls ekki víst að hér sé markaður fyrir fleiri fjölmiðla. Það er vel hugsanlegt að aldrei muni ríkja fullkomin fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði líkt og í stærri löndum," bendir hann á. Þarf að viðurkenna vandamálið Noam segir að það sé ljóst að samþjöppunarstuðullinn á fjölmiðlamarkaði á Íslandi sé mjög hár, bæði í samanburði við Bandaríkin og lönd í Evrópu. "Fyrsta skerfið er að viðurkenna það. Þetta vandamál er við lýði og hugsanlega er hægt að bregðast við því á annan hátt en önnur lönd hafa gert. Til að mynda er ritstjórnarlegur aðskilnaður fjölmiðla innan sömu samsteypu ein leið til þess að tryggja fjölbreytni," segir hann. "Ég tel þó að raunveruleg lausn sé falin í því að tryggja það að á Íslandi þrífist tvær fjölmiðlasamsteypur. Vandamálið varðandi samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði er ekki sá að Norðurljós séu of stór, heldur er vandinn sá að það er ekkert annað fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu. Það er ákveðið ójafnvægi í gangi. Stóra spurningunni er hins vegar ósvarað: Hvers vegna eru ekki önnur Norðurljós á Íslandi?" spyr Noam. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Mun meiri samþjöppun er á íslenskum fjölmiðlamarkaði en í öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum, samkvæmt útreikningum Eli Noam, fjölmiðlahagfræðings og prófessors í Columbia University í Bandaríkjunum. Hann er einn helsti ráðgjafi yfirvalda þar í landi varðandi samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Noam reiknaði lauslega út fyrir Fréttablaðið samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði út frá ákveðnum reikningsstuðli, sem kallast Herfindahl-Hirschman stuðullinn (HHI). Samkvæmt þeim útreikningum er samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði mjög mikil og töluvert mikið meiri en í þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Stærðarhagkvæmni mikil í fjölmiðlarekstri "Það verður að skoða hvaða ástæður eru fyrir þessari miklu samþjöppun. Ísland er lítill markaður með fámennri þjóð og eigin tungumáli. Framleiðsla á fjölmiðlaefni er kostnaðarsöm og stærðarhagkvæmnin er þar mikil. Fyrsta dagblaðseintakið er dýrt í framleiðslu en það kostar lítið að prenta fleiri eintök. Sama er upp á teningnum með framleiðslu á sjónvarpsefni," segir Noam. Hann bendir á að fjölmiðlafyrirtæki verði að vera af ákveðinni lágmarksstærð og það verði að fela í sér nokkra þætti fjölmiðlastarfsemi svo hægt sé að reka það á sem hagkvæmasta hátt. "Fjölmiðlar innan fyrirtækisins geta þá sameinast um fréttaöflun auk markaðssetningar, auglýsinga og annan rekstur. Hagkvæmissjónarmiðin benda öll í þessa átt, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar," segir hann. Hann segir að taka þurfi pólitíska ákvörðun um hversu mikil samþjöppun sé æskileg á fjölmiðlamarkaði út frá lýðræðislegu sjónarmiði. "Það verður að gera á hlutlægan hátt og burtséð frá því hvaða stjórnmálaástand er við lýði í landinu á þeim tíma. Það verður að vera samstaða um ákveðinn stuðul sem stjórnamálamenn geta komið sér saman um að sé ásættanleg miðað við stærð og hagkerfi landsins. Síðan er spurningin hvernig megi koma samþjöppuninni niður í þessa tölu, það er að segja ef samþjöppunin er meiri en gert er ráð fyrir samkvæmt stuðlinum," segir Noam. Pólitísk átök um reglugerð um fjölmiðla í BandaríkjunumHann segir að hægt sé að fara nokkrar leiðir til þess að draga úr samþjöppun. Ein leiðin sé með lagasetningu sem takmarki eignarhald. "Þessi leið hefur verið farin í Bandaríkjunum. Síðustu tvo til þrjá áratugi hefur þó verið tilhneyging í þá átt að smám saman slaka á í löggjöfinni," segir Noam. Mikill pólitískur slagur átti sér stað í Bandaríkjunum á síðasta ári þegar Fjölmiðlaráð Bandaríkjanna lagði það til að enn frekar yrði slakað á reglum um fjölmiðla. Fjölmiðlaráðið er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir bandaríska þingið. "Hvíta húsið hótaði að skrifa ekki undir lögin og fella þar með ákvörðun Fjölmiðlaráðsins úr gildi. Ákvörðun Fjölmiðlaráðsins studdu hins vegar þingmenn úr báðum flokkum, bæði demókratar og repúblikanar. Deilan stóð því milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Hvíta húsið hefði tapað málinu í þinginu og því þurfti málamiðlun. Hún var sú að reglunum var breytt lítillega, en ekki eins mikið og framkvæmdavaldið hefði viljað," segir hann. Ekki víst að hér geti ríkt fjölbreytni Noam segir að hægt sé að fara aðra leið en þá að setja lög eða með reglugerðum. Einfaldlega sé hægt að gefa út fleiri útvarpsleyfi fyrir sjónvarp og útvarp. "Fjölgun sjónvarpsstöðva eykur fjölbreytni á markaði og dregur úr samþjöppun. Þá erum við að tala um sjónvarpsstöðvar sem framleiða íslenskt efni og reka eigin fréttastofur. Framleiðsla á fréttum er lykilatriði þegar tryggja á fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði, afþreyingarefni spilar þar ekki inní," segir Noam. Hann spyr hvers vegna það eru einungis tvær sjónvarpsstöðvar á Íslandi sem reki eigin fréttastofu og sendi út fréttir. "Það eru engin lög sem koma í veg fyrir að þær séu fleiri og útvarpsleyfi eru ekki af skornum skammti. Þá er heldur engin lagaleg hindrun gegn útgáfu fleiri dagblaða. Hér er hins vegar hagkvæmnissjónarmið sem spilar inní. Það er alls ekki víst að hér sé markaður fyrir fleiri fjölmiðla. Það er vel hugsanlegt að aldrei muni ríkja fullkomin fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði líkt og í stærri löndum," bendir hann á. Þarf að viðurkenna vandamálið Noam segir að það sé ljóst að samþjöppunarstuðullinn á fjölmiðlamarkaði á Íslandi sé mjög hár, bæði í samanburði við Bandaríkin og lönd í Evrópu. "Fyrsta skerfið er að viðurkenna það. Þetta vandamál er við lýði og hugsanlega er hægt að bregðast við því á annan hátt en önnur lönd hafa gert. Til að mynda er ritstjórnarlegur aðskilnaður fjölmiðla innan sömu samsteypu ein leið til þess að tryggja fjölbreytni," segir hann. "Ég tel þó að raunveruleg lausn sé falin í því að tryggja það að á Íslandi þrífist tvær fjölmiðlasamsteypur. Vandamálið varðandi samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði er ekki sá að Norðurljós séu of stór, heldur er vandinn sá að það er ekkert annað fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu. Það er ákveðið ójafnvægi í gangi. Stóra spurningunni er hins vegar ósvarað: Hvers vegna eru ekki önnur Norðurljós á Íslandi?" spyr Noam.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira