Sameining stórbanka borðleggjandi 7. september 2004 00:01 Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira