Lykilatriði að leita ráðgjafar 6. september 2004 00:01 "Lykilatriði er að fólk leiti ráðgjafar í banka sínum eða sparisjóði," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá kosti sem fólki standa til boða varðandi fjármögnun og endurfjármögnun húsnæðislána. "Mjög persónubundið getur verið eftir aðstæðum fólks hvað hentar best," segir hann og telur fólk ekki þurfa að hlaupa til í endurfjármögnun, heldur sé vænlegra að gefa sér tíma. "Einn til tveir mánuðir breyta ekki öllu," segir hann. Þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum, segir Guðjón mikilvægt að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. "Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima," segir hann og bendir á að undanfarið hafi vaxtaþróun ytra frekar verið til hækkunar. Guðjón segir sveiflur í afborgunum jafnast út yfir lengri tíma, en bendir um leið á að ýmislegt geti orðið til að fólk þurfi að breyta láni eða selja og greiða upp og engin trygging sé fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins 2001 til að finna dæmi um gengissveiflur sem leitt hefðu getað til verulegra aukningar afborgana hjá fólki með lán í erlendri mynt. Guðjón segir allt benda til að breytingar á lánakjörum til almennings nú séu bara fyrstu skrefin á langri braut þar sem eigi eftir að bætast við fleiri kostir í útlánum og samkeppni aukist enn. Hann telur jafnvel líklegt að erlend fjármálafyrirtæki muni leitast við að bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem húsnæðislán, í samkeppni, eða jafnvel samstarfi, við bankastofnanir sem hér eru fyrir og segist sjálfur vita til þess að erlendar bankastofnanir séu að hugleiða þau mál. Á heildina litið telur Guðjón bjart yfir. "Við erum að horfa upp á mikla raunvaxtalækkun auk þess sem bankar hafa stækkað tífalt frá árinu 1997. Allar líkur eru á að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa haldi áfram að minnka," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Sjá meira
"Lykilatriði er að fólk leiti ráðgjafar í banka sínum eða sparisjóði," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá kosti sem fólki standa til boða varðandi fjármögnun og endurfjármögnun húsnæðislána. "Mjög persónubundið getur verið eftir aðstæðum fólks hvað hentar best," segir hann og telur fólk ekki þurfa að hlaupa til í endurfjármögnun, heldur sé vænlegra að gefa sér tíma. "Einn til tveir mánuðir breyta ekki öllu," segir hann. Þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum, segir Guðjón mikilvægt að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. "Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima," segir hann og bendir á að undanfarið hafi vaxtaþróun ytra frekar verið til hækkunar. Guðjón segir sveiflur í afborgunum jafnast út yfir lengri tíma, en bendir um leið á að ýmislegt geti orðið til að fólk þurfi að breyta láni eða selja og greiða upp og engin trygging sé fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins 2001 til að finna dæmi um gengissveiflur sem leitt hefðu getað til verulegra aukningar afborgana hjá fólki með lán í erlendri mynt. Guðjón segir allt benda til að breytingar á lánakjörum til almennings nú séu bara fyrstu skrefin á langri braut þar sem eigi eftir að bætast við fleiri kostir í útlánum og samkeppni aukist enn. Hann telur jafnvel líklegt að erlend fjármálafyrirtæki muni leitast við að bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem húsnæðislán, í samkeppni, eða jafnvel samstarfi, við bankastofnanir sem hér eru fyrir og segist sjálfur vita til þess að erlendar bankastofnanir séu að hugleiða þau mál. Á heildina litið telur Guðjón bjart yfir. "Við erum að horfa upp á mikla raunvaxtalækkun auk þess sem bankar hafa stækkað tífalt frá árinu 1997. Allar líkur eru á að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa haldi áfram að minnka," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Sjá meira