Barnamorðin í Beslan 6. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Villimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svo skelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrirlitningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórnmálastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki. Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innanborðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðarlest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hundruð manns í gíslingu og á annað hundruð féllu þegar rússneskar sérsveitir réðust til atlögu. Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálfstjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-kaída samtakanna, sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi verk og uppræta samtök þeirra. En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífurlegt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæruhernaði og hryðjuverkum innan lands og utan. Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná samabandi við hina hófsamari forystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á við afleiðinguna með hefðbundum aðferðum frá tímum kommúnismans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýðræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík viðbrögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og ofbeldið en leysa hana ekki. Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðjuverkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Villimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svo skelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrirlitningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórnmálastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki. Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innanborðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðarlest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hundruð manns í gíslingu og á annað hundruð féllu þegar rússneskar sérsveitir réðust til atlögu. Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálfstjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-kaída samtakanna, sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi verk og uppræta samtök þeirra. En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífurlegt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæruhernaði og hryðjuverkum innan lands og utan. Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná samabandi við hina hófsamari forystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á við afleiðinguna með hefðbundum aðferðum frá tímum kommúnismans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýðræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík viðbrögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og ofbeldið en leysa hana ekki. Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðjuverkanna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun