Flugbílar í háloftin fyrir 2030 6. september 2004 00:01 Tækni- og þróunardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auðvelt að stjórna og eyði litlu eldsneyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flugvalla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flugvél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur nálægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönnun á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og öruggari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálfstýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaðasamir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir. Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Tækni- og þróunardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auðvelt að stjórna og eyði litlu eldsneyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flugvalla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flugvél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur nálægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönnun á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og öruggari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálfstýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaðasamir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir.
Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira