Lífræn ræktun 30. ágúst 2004 00:01 Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt. Biobú er fyrirtæki sem framleiðir lífræna jógúrt úr kúm frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós þar sem framleiðslan er öll lífræn og þaðan kemur meðal annars lífræn mjólk sem Mjólkursamsamsalan sér um að dreifa. "Kýrnar á Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar á grasi en grasfóðrun eingöngu hefur jákvæð áhrif á fitusamsetningu. Þannig að í lífrænu mjólkinni er meira af fitusýrunni CLA sem byggir vöðva og brennir fitu og Omega3. Af þessum ástæðum fituskerðum við ekki mjólkina," segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Allt hráefni sem fer í jógúrtina er lífrænt og notaður er lífrænn hrásykur þar sem ekki eru notuð nein eiturefni við framleiðsluna. Í jógúrtinni eru engin rotvarnarefni, bragðefni eða litarefni. "Jógúrtin okkar er frekar þunn og erum við oft spurð af hverju. Það er einfaldlega vegna þess að við setjum ekki þurrmjólkurduft í hana sem er almennt notað til að gera jógúrt þykkari," segir Helgi. Aðspurður hvort á Íslandi sé ekki allt sjálfkrafa lífrænt segir Helgi Rafn það vera algengan misskilning því hér á landi er notast við innfluttan fóðurbæti fyrir skepnurnar og tilbúinn áburð á túninn en við lífræna framleiðslu eru takmarkanir á notkun kjarnfóðurs við fóðrun og ekki má nota tilbúinn áburð. Lífræn ræktun ræðst fyrst og fremst að því hvað má ekki gera frekar en hvað má gera og eru reglur strangari varðandi aðbúnað húsdýra og takmarkanir á hjálparefnum við vinnslu. "Það er ekki nóg að hafa loftið hreint og vatnið tært ef við erum svo að nota útlenskt fóður og kemísk áburðarefni á túnin. Það sem skiptir máli er hvernig við berum okkur að við búskapinn, hvað við erum að gefa skepnunum, hvaða áburð við erum að nota á túnin og hvaða efni við setjum í vöruna á vinnslustigi," segir Helgi Rafn. Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt. Biobú er fyrirtæki sem framleiðir lífræna jógúrt úr kúm frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós þar sem framleiðslan er öll lífræn og þaðan kemur meðal annars lífræn mjólk sem Mjólkursamsamsalan sér um að dreifa. "Kýrnar á Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar á grasi en grasfóðrun eingöngu hefur jákvæð áhrif á fitusamsetningu. Þannig að í lífrænu mjólkinni er meira af fitusýrunni CLA sem byggir vöðva og brennir fitu og Omega3. Af þessum ástæðum fituskerðum við ekki mjólkina," segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Allt hráefni sem fer í jógúrtina er lífrænt og notaður er lífrænn hrásykur þar sem ekki eru notuð nein eiturefni við framleiðsluna. Í jógúrtinni eru engin rotvarnarefni, bragðefni eða litarefni. "Jógúrtin okkar er frekar þunn og erum við oft spurð af hverju. Það er einfaldlega vegna þess að við setjum ekki þurrmjólkurduft í hana sem er almennt notað til að gera jógúrt þykkari," segir Helgi. Aðspurður hvort á Íslandi sé ekki allt sjálfkrafa lífrænt segir Helgi Rafn það vera algengan misskilning því hér á landi er notast við innfluttan fóðurbæti fyrir skepnurnar og tilbúinn áburð á túninn en við lífræna framleiðslu eru takmarkanir á notkun kjarnfóðurs við fóðrun og ekki má nota tilbúinn áburð. Lífræn ræktun ræðst fyrst og fremst að því hvað má ekki gera frekar en hvað má gera og eru reglur strangari varðandi aðbúnað húsdýra og takmarkanir á hjálparefnum við vinnslu. "Það er ekki nóg að hafa loftið hreint og vatnið tært ef við erum svo að nota útlenskt fóður og kemísk áburðarefni á túnin. Það sem skiptir máli er hvernig við berum okkur að við búskapinn, hvað við erum að gefa skepnunum, hvaða áburð við erum að nota á túnin og hvaða efni við setjum í vöruna á vinnslustigi," segir Helgi Rafn.
Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“