Fagnar lækkun vaxta langtímalána 25. ágúst 2004 00:01 Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira