Þórey Edda komst í úrslit 21. ágúst 2004 00:01 Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira