Afreksmaður á Laugardalsvelli 19. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar