Ákvörðun Davíðs eðlileg 15. ágúst 2004 00:01 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira