Bitnar á neytendum 13. ágúst 2004 00:01 Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira