Landsbankinn blæs til sóknar 10. ágúst 2004 00:01 Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira