Ekki á markað fyrr en eftir áramót 9. ágúst 2004 00:01 Ekki er ákveðið hvenær Actavis verður skráð á hlutabréfamarkað í Lundúnum en það verður ekki fyrr en eftir áramót og hugsanlega ekki fyrr en eftir að ársreikningur ársins 2004 liggur fyrir. Allur undirbúningur fyrir skráninguna gengur vel og starfar félagið nú þegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á markaði í Lundúnum. Að sögn Róberts Wessman, forstjóra Actavis, taka nýjar uppgjörsreglur gildi á Englandi um áramót og myndi skráning á markað fyrir þann tíma fela í sér mikinn kostnað þar sem félagið þyrfti þá að leggja fram fjárhagsupplýsingar samkvæmt tveimur ólíkum uppgjörsaðferðum. Afkoma Actavis á öðrum ársfjórðungi var kynnt í gær og er hún nokkurn veginn í samræmi við væntingar greiningardeilda bankanna. Rekstrarhagnaður á tímabilinu nam 13,9 milljónum evra, eða um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra var hagnaðurinn örlítið meiri en nú. Það sem af er ári er hagnaður Actavis rúmlega 9 prósentum hærri en fyrstu sex mánuðina í fyrra. Bréf í Actavis hækkuðu um tæp tvö prósent í Kauphöll Íslands í gær. Meðal þess sem dregur úr hagnaði nú er að kostnaður vegna nafnabreytingar, um 250 milljónir króna, er allur gjaldfærður á síðustu þremur mánuðum. Sala á árinu er heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Róberts er það meðal annars vegna reglubreytinga í Búlgaríu en þar stendur nú yfir vinna við að ákvarða hvaða lyf fáist endurgreidd hjá almannatryggingum. Stór hluti tekna Actavis verður til í Búlgaríu þar sem félagið á lyfjaverksmiðju. Á meðan óvissuástand sé uppi hafi flest fyrirtæki á Búlgaríumarkaði þurft að þola samdrátt í sölu. Hann segist þó telja að þegar endanlegar reglur liggi fyrir verði þær Actavis ekki óhagstæðar. Að sögn Róberts hafa kaup Actavis á tyrkneska lyfjafyrirtækinu Fako í byrjun árs gert það að verkum að samsetning útgjalda hefur breyst. Kostnaður við markaðssetningu vex hraðar en önnur útgjöld. Róbert segir þetta meðal annars stafa af því að lyfjamarkaðurinn í Tyrklandi sé þess eðlis að mun meiri markaðssetningu þurfi gagnvart læknunum sjálfum en annars staðar beinist hún í meiri mæli að heildsölum og öðrum milliliðum. Actavis stefnir á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum. Bæði við framleiðslu og þróun lyfja og einnig með yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. Þar líta stjórnendur til markaða í Evrópu og Norður-Ameríku en líklegt er að stór skref verði ekki stigin í þá átt fyrr en eftir skráningu og hlutafjárútboð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ekki er ákveðið hvenær Actavis verður skráð á hlutabréfamarkað í Lundúnum en það verður ekki fyrr en eftir áramót og hugsanlega ekki fyrr en eftir að ársreikningur ársins 2004 liggur fyrir. Allur undirbúningur fyrir skráninguna gengur vel og starfar félagið nú þegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á markaði í Lundúnum. Að sögn Róberts Wessman, forstjóra Actavis, taka nýjar uppgjörsreglur gildi á Englandi um áramót og myndi skráning á markað fyrir þann tíma fela í sér mikinn kostnað þar sem félagið þyrfti þá að leggja fram fjárhagsupplýsingar samkvæmt tveimur ólíkum uppgjörsaðferðum. Afkoma Actavis á öðrum ársfjórðungi var kynnt í gær og er hún nokkurn veginn í samræmi við væntingar greiningardeilda bankanna. Rekstrarhagnaður á tímabilinu nam 13,9 milljónum evra, eða um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra var hagnaðurinn örlítið meiri en nú. Það sem af er ári er hagnaður Actavis rúmlega 9 prósentum hærri en fyrstu sex mánuðina í fyrra. Bréf í Actavis hækkuðu um tæp tvö prósent í Kauphöll Íslands í gær. Meðal þess sem dregur úr hagnaði nú er að kostnaður vegna nafnabreytingar, um 250 milljónir króna, er allur gjaldfærður á síðustu þremur mánuðum. Sala á árinu er heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Róberts er það meðal annars vegna reglubreytinga í Búlgaríu en þar stendur nú yfir vinna við að ákvarða hvaða lyf fáist endurgreidd hjá almannatryggingum. Stór hluti tekna Actavis verður til í Búlgaríu þar sem félagið á lyfjaverksmiðju. Á meðan óvissuástand sé uppi hafi flest fyrirtæki á Búlgaríumarkaði þurft að þola samdrátt í sölu. Hann segist þó telja að þegar endanlegar reglur liggi fyrir verði þær Actavis ekki óhagstæðar. Að sögn Róberts hafa kaup Actavis á tyrkneska lyfjafyrirtækinu Fako í byrjun árs gert það að verkum að samsetning útgjalda hefur breyst. Kostnaður við markaðssetningu vex hraðar en önnur útgjöld. Róbert segir þetta meðal annars stafa af því að lyfjamarkaðurinn í Tyrklandi sé þess eðlis að mun meiri markaðssetningu þurfi gagnvart læknunum sjálfum en annars staðar beinist hún í meiri mæli að heildsölum og öðrum milliliðum. Actavis stefnir á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum. Bæði við framleiðslu og þróun lyfja og einnig með yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. Þar líta stjórnendur til markaða í Evrópu og Norður-Ameríku en líklegt er að stór skref verði ekki stigin í þá átt fyrr en eftir skráningu og hlutafjárútboð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira