Vilja öll Norðurlönd í ESB 8. ágúst 2004 00:01 Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og formaður danskra jafnaðarmanna, auk fulltrúa Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Sérstaklega var rætt um aðild landanna að Evrópusambandinu og í ályktun fundarins segir að Norðurlöndin öll skuli í framtíðinni vera hluti af sambandinu. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru einu Norðurlöndin sem þegar hafa aðild, en Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar segir eitt helsta ágæti aðildarinnar vera þau pólitísku áhrif sem hægt sé að hafa innan þess. Íslendingar or Norðmenn þurfi nú þegar að fylgja ákvörðunum sem teknar séu í Brussel . Svíar séu hinsvegar við samningaborðið og hafi því lýðræðisleg áhrif og aðgang að þekkingu frá öllu Evrópusambandinu. Helsti ásteytingarsteinn þegar kemur að aðild Íslands snýst um yfirráðarrétt á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Fiskimið Norðmanna, sem líka eiga olíu, skipta ekki jafnmiklu máli út frá hagfræðisjónarmiðum, en gætu þó haft úrslitaþýðingu, komi til þess að Norðmenn kjósi enn á ný um aðild að sambandinu. Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs segir að þó fiskauðlindir séu mikilvægar fyrir Noreg og Danmörku séu þau enn mikilvægari fyrir Ísland þar sem sjávarútvegur er stærri hluti af efnahagnum og iðnaðinum. Hann segir þó að ef stuðningur fyrir aðild fæst innan sjávarútvegsins í Noregi verði meirihluti fyrir aðild í Noregi, þannig að aðild veltur mikið á sjávarútveginum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sér þó ekki ástæðu til að Ísland þurfi sérstaka undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins og telur rétt að huga að aðildarumsókn á næstunni. Hann telur að hægt verði að leysa öll vandamál í samskiptum Evrópusambandsins og Íslands hvað fiskveiði varðar, með aðlögun að fiskveiðistefnunni. Ísland þurfi engar undanþágur en þessi aðlögun feli einungis í sér að menn geti gert svipað og gert hafi verið í Miðjarðarhafinu þar sem er önnu fiskveiðistefna heldur en annars staðar innan sambandsins. Hann vill að tekið verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðaustur Atlantshafi, sem myndi auðvelda Íslendingum inngöngu ef sú ákvörðun yrði tekin. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og formaður danskra jafnaðarmanna, auk fulltrúa Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Sérstaklega var rætt um aðild landanna að Evrópusambandinu og í ályktun fundarins segir að Norðurlöndin öll skuli í framtíðinni vera hluti af sambandinu. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru einu Norðurlöndin sem þegar hafa aðild, en Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar segir eitt helsta ágæti aðildarinnar vera þau pólitísku áhrif sem hægt sé að hafa innan þess. Íslendingar or Norðmenn þurfi nú þegar að fylgja ákvörðunum sem teknar séu í Brussel . Svíar séu hinsvegar við samningaborðið og hafi því lýðræðisleg áhrif og aðgang að þekkingu frá öllu Evrópusambandinu. Helsti ásteytingarsteinn þegar kemur að aðild Íslands snýst um yfirráðarrétt á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Fiskimið Norðmanna, sem líka eiga olíu, skipta ekki jafnmiklu máli út frá hagfræðisjónarmiðum, en gætu þó haft úrslitaþýðingu, komi til þess að Norðmenn kjósi enn á ný um aðild að sambandinu. Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs segir að þó fiskauðlindir séu mikilvægar fyrir Noreg og Danmörku séu þau enn mikilvægari fyrir Ísland þar sem sjávarútvegur er stærri hluti af efnahagnum og iðnaðinum. Hann segir þó að ef stuðningur fyrir aðild fæst innan sjávarútvegsins í Noregi verði meirihluti fyrir aðild í Noregi, þannig að aðild veltur mikið á sjávarútveginum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sér þó ekki ástæðu til að Ísland þurfi sérstaka undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins og telur rétt að huga að aðildarumsókn á næstunni. Hann telur að hægt verði að leysa öll vandamál í samskiptum Evrópusambandsins og Íslands hvað fiskveiði varðar, með aðlögun að fiskveiðistefnunni. Ísland þurfi engar undanþágur en þessi aðlögun feli einungis í sér að menn geti gert svipað og gert hafi verið í Miðjarðarhafinu þar sem er önnu fiskveiðistefna heldur en annars staðar innan sambandsins. Hann vill að tekið verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðaustur Atlantshafi, sem myndi auðvelda Íslendingum inngöngu ef sú ákvörðun yrði tekin.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira