Höfuðlausn 6. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er víst að allir taki undir með fornleifafræðingunum sem grafið hafa upp leifar þúsund ára gamallar kirkju í Mosfellsdal og halda því fram að hún sé "einstaklega vel varðveitt". Sannleikurinn er sá að það þarf bæði ímyndunarafl og þekkingu á fornri byggingararfleifð, sem ekki öllum er gefin, til að sjá fyrir sér kirkju þar sem nú er grjót og fátæklegar timburleifar. Það hjálpar þó að greinilega má sjá útlínur kirkjunnar í grunninum og þannig átta sig á flatarmáli hennar. Stoðholur veita ennfremur vísbendingar um byggingartækni. En við Íslendingar erum líklega orðnir nægjusamir þegar fornleifafræði á í hlut. Við vitum að varðveisluskilyrði minja eru ekki góð hér á landi vegna veðurfars og jarðvegs. Við erum fyrir löngu hættir að bíða eftir því að upp úr jörðinni komi gersemar sem við getum flaggað í viðhafnarskápum í Þjóðminjasafninu. Líklega er hið eina sem þjóðin biður um og vonast eftir - þótt ekki fari það alltaf hátt eða sé opinberlega viðurkennt - að í moldinni sem fornleifafræðingarnir róta í með teskeiðum sínum leynist nýjar sannanir fyrir því að kappar og kvenskörungar fornbókmenntanna hafi verið af holdi og blóði; verið raunverulegar persónur. Óhætt er að segja að fæstir fornleifafræðingar hafi nú orðið sterka trú á víðtækri leiðsögn fornritanna við rannsóknir á leifum frá fyrri öldum. Aftur á móti eru þeir nógu þjóðhollir - eða bara skynsamir - til að nefna persónur fornsagnanna til sögu þegar þeir rekja rannsóknir sínar fyrir almenningi og fjölmiðlum. Þannig hafa skáldið Egill Skallagrímsson og Grímur Svertingsson komist í sviðsljósið nú þegar fundist hafa leifar kirkju frá frumkristni við merkilegar rannsóknir að Hrísbrú í Mosfellsdal. Þeir kappar eru ekki nefndir til sögu vegna þess að eitthvað nýtt sé um þá að segja á grundvelli fornleifanna heldur er hér á ferðinni meinlaus og oft bráðskemmtileg undirgrein almannatengsla, iðju sem margir þekkja frá stjórnmálaflokkum og stórfyrirtækjum. Fyrir fræðimenn eru upplýsingar um byggingarform fornra mannvirkja, sjúkdóma, mataræði og hæð fólks, sem bein hafa fundist af, eða vísbendingar um lifnaðarhætti sem lesnar verða úr jarðvegi og dýraleifum, nægileg réttlæting og hvati rannsókna. Þeim verður iðulega heitt í hamsi og komast í uppnám út af leifum og gripum sem almenningur getur ekki lesið glóru í eða tengt frásögnum á fornum bókum. Fræðimönnum finnast nafnlausar minjar ekkert síður merkilegar en hinar sem hefðin og þjóðtrúin setur nafnspjöld á. Þetta gap á milli fræðimanna og almennings er eðlilegt og óhjákvæmilegt og þekkist í einni eða annarri mynd í öllum vísindum. Fornleifafræðingar, sem unnið hafa við rannsóknir á Íslandi, eiga hrós skilið fyrir að hafa mörgum öðrum fræðimönnum okkar fremur lagt sig í framkróka um að miðla rannsóknum sínum, hugmyndum og kenningum til almennings. Það hafa þeir einkum gert á vettvangi fornleifauppgrafta með leiðsögn, fyrirlestrum og upplýsingaskiltum. Þeir hafa líka notað netið til að koma efni til almennings svo að til fyrirmyndar er. Við Íslendingar getum verið harla glaðir þótt okkur takist ekki nema að litlu leyti að tengja fornleifar og fornbókmenntir okkar. Við þurfum í rauninni hvorki að leita né finna hetjur og kappa sagnanna í moldinni og getum einbeitt okkur að hversdagslegri minjum sem ekki eru síður mikilvægar til skilnings á sögu genginna kynslóða. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt gaman væri að finna höfuðkúpu Egils Skallagrímssonar í kirkjugarðinum að Mosfelli eða Hrísbrú eru margfalt meiri verðmæti falin í "Höfuðlausn" hans í Egils sögu . Við þurfum ekki að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er víst að allir taki undir með fornleifafræðingunum sem grafið hafa upp leifar þúsund ára gamallar kirkju í Mosfellsdal og halda því fram að hún sé "einstaklega vel varðveitt". Sannleikurinn er sá að það þarf bæði ímyndunarafl og þekkingu á fornri byggingararfleifð, sem ekki öllum er gefin, til að sjá fyrir sér kirkju þar sem nú er grjót og fátæklegar timburleifar. Það hjálpar þó að greinilega má sjá útlínur kirkjunnar í grunninum og þannig átta sig á flatarmáli hennar. Stoðholur veita ennfremur vísbendingar um byggingartækni. En við Íslendingar erum líklega orðnir nægjusamir þegar fornleifafræði á í hlut. Við vitum að varðveisluskilyrði minja eru ekki góð hér á landi vegna veðurfars og jarðvegs. Við erum fyrir löngu hættir að bíða eftir því að upp úr jörðinni komi gersemar sem við getum flaggað í viðhafnarskápum í Þjóðminjasafninu. Líklega er hið eina sem þjóðin biður um og vonast eftir - þótt ekki fari það alltaf hátt eða sé opinberlega viðurkennt - að í moldinni sem fornleifafræðingarnir róta í með teskeiðum sínum leynist nýjar sannanir fyrir því að kappar og kvenskörungar fornbókmenntanna hafi verið af holdi og blóði; verið raunverulegar persónur. Óhætt er að segja að fæstir fornleifafræðingar hafi nú orðið sterka trú á víðtækri leiðsögn fornritanna við rannsóknir á leifum frá fyrri öldum. Aftur á móti eru þeir nógu þjóðhollir - eða bara skynsamir - til að nefna persónur fornsagnanna til sögu þegar þeir rekja rannsóknir sínar fyrir almenningi og fjölmiðlum. Þannig hafa skáldið Egill Skallagrímsson og Grímur Svertingsson komist í sviðsljósið nú þegar fundist hafa leifar kirkju frá frumkristni við merkilegar rannsóknir að Hrísbrú í Mosfellsdal. Þeir kappar eru ekki nefndir til sögu vegna þess að eitthvað nýtt sé um þá að segja á grundvelli fornleifanna heldur er hér á ferðinni meinlaus og oft bráðskemmtileg undirgrein almannatengsla, iðju sem margir þekkja frá stjórnmálaflokkum og stórfyrirtækjum. Fyrir fræðimenn eru upplýsingar um byggingarform fornra mannvirkja, sjúkdóma, mataræði og hæð fólks, sem bein hafa fundist af, eða vísbendingar um lifnaðarhætti sem lesnar verða úr jarðvegi og dýraleifum, nægileg réttlæting og hvati rannsókna. Þeim verður iðulega heitt í hamsi og komast í uppnám út af leifum og gripum sem almenningur getur ekki lesið glóru í eða tengt frásögnum á fornum bókum. Fræðimönnum finnast nafnlausar minjar ekkert síður merkilegar en hinar sem hefðin og þjóðtrúin setur nafnspjöld á. Þetta gap á milli fræðimanna og almennings er eðlilegt og óhjákvæmilegt og þekkist í einni eða annarri mynd í öllum vísindum. Fornleifafræðingar, sem unnið hafa við rannsóknir á Íslandi, eiga hrós skilið fyrir að hafa mörgum öðrum fræðimönnum okkar fremur lagt sig í framkróka um að miðla rannsóknum sínum, hugmyndum og kenningum til almennings. Það hafa þeir einkum gert á vettvangi fornleifauppgrafta með leiðsögn, fyrirlestrum og upplýsingaskiltum. Þeir hafa líka notað netið til að koma efni til almennings svo að til fyrirmyndar er. Við Íslendingar getum verið harla glaðir þótt okkur takist ekki nema að litlu leyti að tengja fornleifar og fornbókmenntir okkar. Við þurfum í rauninni hvorki að leita né finna hetjur og kappa sagnanna í moldinni og getum einbeitt okkur að hversdagslegri minjum sem ekki eru síður mikilvægar til skilnings á sögu genginna kynslóða. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt gaman væri að finna höfuðkúpu Egils Skallagrímssonar í kirkjugarðinum að Mosfelli eða Hrísbrú eru margfalt meiri verðmæti falin í "Höfuðlausn" hans í Egils sögu . Við þurfum ekki að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar