Rökin eingöngu pólitísk 4. ágúst 2004 00:01 Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað og fjármunir sem fara í styrki til landbúnaðar nýttust í annað ef Íslendingar hættu innanlandsstuðningi við landbúnað líkt og gert er ráð fyrir í rammasamkomulagi sem Alþjóðaviðskiptastofnunin gerði um helgina. Í samningnum er Ísland þó í flokki þeirra ríkja sem sérstakt tillit verður tekið til varðandi kröfu um niðurfellingu landbúnaðarstyrkja, þegar samningurinn verður útfærður í smáatriðum, vegna þess hve framleiðsluskilyrði landbúnaðarvara eru erfið hér á landi. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að það væri röng ákvörðun ef íslensk yfirvöld veldu að nýta sér þessa undanþágu og það kæmi sér illa fyrir neytendur og skattgreiðendur. "Þá væri verið að reyna að verja fortíðina lengur en góðu hófi gegnir. Betra væri að taka ákvörðun um þessi mál á eðlilegum viðskiptalegum forsendum en að reyna að halda lífinu í geirum sem eru ekki lífvænlegir. Slæm rekstrarskilyrði gefa það til kynna að menn eiga að fást við eitthvað annað," segir Gylfi. Ríkisstjórn vill halda áfram styrkjum Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, segist telja að áframhaldandi stuðningur við íslenskan landbúnað sé óhjákvæmilegur. "Það er mikilvægt að hér séu framleiddar landbúnaðarvörur. Nokkur þúsund manns vinna við úrvinnslu á landbúnaðarvörum á landsbyggðinni og í Reykjavík. Það verður ekki allt fengið með því að flytja vöruna inn. Ég held að það verði langt í það að flutt verði inn nývara til Íslands. Við verðum að geta framleitt vörur, svo sem mjólk," segir Drífa. Hún segist jafnframt telja að flestir vilji velja íslenskt. "Það er miklu betri vara, við vitum hvernig hún er framleidd. Hér er ekki notað skordýraeitur, eins og í flestum öðrum löndum. Hreinleikinn og gæðin eru það sem skipta svo miklu máli," segir hún. Gylfi Magnússon segir að það sé einmitt þetta tvennt sem Drífa bendir á, lega landsins og val neytenda, sem veiti íslenskum landbúnaði sjálfkrafa ákveðna vernd. Vegna fjarlægðar frá öðrum mörkuðum sé óhagkvæmt að flytja inn ýmsar ferskvörur, svo sem mjólk, og verði þær því ávallt framleiddar hér í þeim mæli sem þörf sé á. Þá njóti markaðurinn neytendaverndar sem felst í því að Íslendingar velji ávallt í ákveðnum mæli íslenskar vörur fram yfir útlenskar af ýmsum ástæðum. "Af þeim ástæðum myndi íslenskur landbúnaður lifa áfram þótt innanlandsstyrkjum yrði hætt, þótt það yrði í smækkaðri, en mun hagkvæmari mynd," segir Gylfi. Aðallega huglægar ástæður fyrir styrkjum Hann segir að afnám styrkja hefði að sjálfsögðu í för með sér mjög sársaukafullt ferli. "Landbúnaður verður að vera hagkvæm atvinnugrein, annars hefur hún ekki rétt á sér. Ekki er verið að styrkja aðrar atvinnugreinar sem ekki ganga," bendir hann á. Gylfi segir að það hefði talsverð áhrif á þá sem starfa við landbúnað ef styrkir yrðu felldir niður. Það hefði þó lítil efnahagsleg áhrif því landbúnaður hafi lítið vægi í hagkerfinu. Spurður um helstu mótrökin gegn því að hætta stuðningi við landbúnað segir Gylfi að þau séu fyrst og fremst pólitísk. "Að sjálfsögðu er hægt að segja margt gott um að hafa blómlegan landbúnað. Margir hafa ánægju af að vita af því að sveitir landsins séu í rækt. Þetta eru þó aðallega huglægar ástæður, tylliástæður," segir Gylfi. Óbeinn stuðningur í formi tolla Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða hvað mest til landbúnaðar og skipa sér þar í flokk með Norðmönnum, Svisslendingum og Japönum, að samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu. Mjólkurframleiðslan nýtur mestra styrkja en því næst lambakjötið. Þó svo að hlutfallslega greiði Íslendingar hærri upphæð í styrki til landbúnaðar má þó geta þess að yfir helmingur fjárlaga Evrópusambandsins fer til stuðnings við landbúnað. Þá er á Íslandi jafnframt veittur óbeinn stuðningur við landbúnað í formi tolla, en sérstakir innflutningstollar eru lagðir á helstu landbúnaðarvörur, svo sem kjöt, kjötvörur og mjólkurafurðir. Með rammasamningnum hefur náðst samkomulag um niðurfellingu og afnám útflutningsbóta í áföngum. Innflutningstollar munu lækka, en eftir er að semja um hversu mikið. Drífa Hjartardóttir segir að Íslendingar hafi hætt fyrir rúmum áratug að greiða útflutningsbætur með landbúnaðarafurðum og því hafi sá þáttur samningsins ekki áhrif. Tollkvóti eykst og gjöld lækka Meðal niðurstaðna úr síðustu samningalotu var að leyfilegt er nú að setja lægri gjöld á ákveðið magn af völdum innfluttum vörum, án svokallaðs tollkvóta. Sem dæmi um þessar vörutegundir eru ostar, nautakjöt og unnar kjötvörur. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu aukast þessir kvótar og tollar á þeim lækka frekar þótt ekki hafi enn verið samið um hve mikil lækkunin verði. Þar var jafnframt bent á að tollar væru mjög lágir og litlir hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í öðrum löndum. Spurð hvers vegna matvöruverð sé þá hærra hér á landi en í flestum nágrannalöndum okkar, eins og kannanir hafa sýnt fram á, segir Drífa Hjartardóttir að biðja verði innflytjendur sjálfa skýringa á því hvers vegna vöruverð lækki ekki í samræmi við lækkun gjalda. Þegar tollar á innfluttu grænmeti hafi að mestu verið afnumdir hafi verið gert ráð fyrir því að grænmetisverð lækkaði að jafnaði. Það hafi þó ekki orðið raunin og viti hún ekki hver skýringin á því sé. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað og fjármunir sem fara í styrki til landbúnaðar nýttust í annað ef Íslendingar hættu innanlandsstuðningi við landbúnað líkt og gert er ráð fyrir í rammasamkomulagi sem Alþjóðaviðskiptastofnunin gerði um helgina. Í samningnum er Ísland þó í flokki þeirra ríkja sem sérstakt tillit verður tekið til varðandi kröfu um niðurfellingu landbúnaðarstyrkja, þegar samningurinn verður útfærður í smáatriðum, vegna þess hve framleiðsluskilyrði landbúnaðarvara eru erfið hér á landi. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að það væri röng ákvörðun ef íslensk yfirvöld veldu að nýta sér þessa undanþágu og það kæmi sér illa fyrir neytendur og skattgreiðendur. "Þá væri verið að reyna að verja fortíðina lengur en góðu hófi gegnir. Betra væri að taka ákvörðun um þessi mál á eðlilegum viðskiptalegum forsendum en að reyna að halda lífinu í geirum sem eru ekki lífvænlegir. Slæm rekstrarskilyrði gefa það til kynna að menn eiga að fást við eitthvað annað," segir Gylfi. Ríkisstjórn vill halda áfram styrkjum Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, segist telja að áframhaldandi stuðningur við íslenskan landbúnað sé óhjákvæmilegur. "Það er mikilvægt að hér séu framleiddar landbúnaðarvörur. Nokkur þúsund manns vinna við úrvinnslu á landbúnaðarvörum á landsbyggðinni og í Reykjavík. Það verður ekki allt fengið með því að flytja vöruna inn. Ég held að það verði langt í það að flutt verði inn nývara til Íslands. Við verðum að geta framleitt vörur, svo sem mjólk," segir Drífa. Hún segist jafnframt telja að flestir vilji velja íslenskt. "Það er miklu betri vara, við vitum hvernig hún er framleidd. Hér er ekki notað skordýraeitur, eins og í flestum öðrum löndum. Hreinleikinn og gæðin eru það sem skipta svo miklu máli," segir hún. Gylfi Magnússon segir að það sé einmitt þetta tvennt sem Drífa bendir á, lega landsins og val neytenda, sem veiti íslenskum landbúnaði sjálfkrafa ákveðna vernd. Vegna fjarlægðar frá öðrum mörkuðum sé óhagkvæmt að flytja inn ýmsar ferskvörur, svo sem mjólk, og verði þær því ávallt framleiddar hér í þeim mæli sem þörf sé á. Þá njóti markaðurinn neytendaverndar sem felst í því að Íslendingar velji ávallt í ákveðnum mæli íslenskar vörur fram yfir útlenskar af ýmsum ástæðum. "Af þeim ástæðum myndi íslenskur landbúnaður lifa áfram þótt innanlandsstyrkjum yrði hætt, þótt það yrði í smækkaðri, en mun hagkvæmari mynd," segir Gylfi. Aðallega huglægar ástæður fyrir styrkjum Hann segir að afnám styrkja hefði að sjálfsögðu í för með sér mjög sársaukafullt ferli. "Landbúnaður verður að vera hagkvæm atvinnugrein, annars hefur hún ekki rétt á sér. Ekki er verið að styrkja aðrar atvinnugreinar sem ekki ganga," bendir hann á. Gylfi segir að það hefði talsverð áhrif á þá sem starfa við landbúnað ef styrkir yrðu felldir niður. Það hefði þó lítil efnahagsleg áhrif því landbúnaður hafi lítið vægi í hagkerfinu. Spurður um helstu mótrökin gegn því að hætta stuðningi við landbúnað segir Gylfi að þau séu fyrst og fremst pólitísk. "Að sjálfsögðu er hægt að segja margt gott um að hafa blómlegan landbúnað. Margir hafa ánægju af að vita af því að sveitir landsins séu í rækt. Þetta eru þó aðallega huglægar ástæður, tylliástæður," segir Gylfi. Óbeinn stuðningur í formi tolla Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða hvað mest til landbúnaðar og skipa sér þar í flokk með Norðmönnum, Svisslendingum og Japönum, að samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu. Mjólkurframleiðslan nýtur mestra styrkja en því næst lambakjötið. Þó svo að hlutfallslega greiði Íslendingar hærri upphæð í styrki til landbúnaðar má þó geta þess að yfir helmingur fjárlaga Evrópusambandsins fer til stuðnings við landbúnað. Þá er á Íslandi jafnframt veittur óbeinn stuðningur við landbúnað í formi tolla, en sérstakir innflutningstollar eru lagðir á helstu landbúnaðarvörur, svo sem kjöt, kjötvörur og mjólkurafurðir. Með rammasamningnum hefur náðst samkomulag um niðurfellingu og afnám útflutningsbóta í áföngum. Innflutningstollar munu lækka, en eftir er að semja um hversu mikið. Drífa Hjartardóttir segir að Íslendingar hafi hætt fyrir rúmum áratug að greiða útflutningsbætur með landbúnaðarafurðum og því hafi sá þáttur samningsins ekki áhrif. Tollkvóti eykst og gjöld lækka Meðal niðurstaðna úr síðustu samningalotu var að leyfilegt er nú að setja lægri gjöld á ákveðið magn af völdum innfluttum vörum, án svokallaðs tollkvóta. Sem dæmi um þessar vörutegundir eru ostar, nautakjöt og unnar kjötvörur. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu aukast þessir kvótar og tollar á þeim lækka frekar þótt ekki hafi enn verið samið um hve mikil lækkunin verði. Þar var jafnframt bent á að tollar væru mjög lágir og litlir hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í öðrum löndum. Spurð hvers vegna matvöruverð sé þá hærra hér á landi en í flestum nágrannalöndum okkar, eins og kannanir hafa sýnt fram á, segir Drífa Hjartardóttir að biðja verði innflytjendur sjálfa skýringa á því hvers vegna vöruverð lækki ekki í samræmi við lækkun gjalda. Þegar tollar á innfluttu grænmeti hafi að mestu verið afnumdir hafi verið gert ráð fyrir því að grænmetisverð lækkaði að jafnaði. Það hafi þó ekki orðið raunin og viti hún ekki hver skýringin á því sé.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira