Fjölgun einkahlutafélaga 4. ágúst 2004 00:01 Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira