Jón Ásgeir tekjuhæstur 2. ágúst 2004 00:01 Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira