Óeðlileg hækkun bensíngjalda 30. júlí 2004 00:01 Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira