Halldór vill afturkalla frumvarpið 18. júlí 2004 00:01 Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira