Sex milljarða halli 15. júlí 2004 00:01 Á síðasta ári fóru 50 stofnanir það langt fram úr fjárheimildum sínum á fjárlögum að reglum samkvæmt bar viðkomandi ráðuneytum að grípa til aðgerða og sjá til þess að annað hvort yrði dregið úr útgjöldum eða fjárheimildir auknar. Af þessum 50 stofnunum heyra 35 ýmist undir heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti eða menntamálaráðuneyti. Viðvarandi halli hefur verið á rekstri þeirra undanfarin ár án þess að tekist hafi að snúa honum við. Alls er talið að uppsafnaður halli á rekstri ríkisstofnana og annarra fjárlagaliða hafi numið tæpum sex milljörðum króna í lok síðasta árs að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Þar segir að þrátt fyrir að áætlanagerð hafi verið efld á undanförnum árum séu "enn allt of margar stofnanir reknar með halla og í mörgum tilvikum versnaði neikvæð staða þeirra á árinu". Ríkisendurskoðun nefnir tvennt sem þarf að bæta. Annars vegar þurfa forstöðumenn stofnana að taka strax á vandanum þegar reksturinn fer fram úr fjárheimildum og draga úr kostnaði. Í annan stað þurfi að fara yfir fjármál og rekstur þeirra stofnana sem hafa safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum enda sé ljóst að margar þeirra geti engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim séu ætlaðar á fjárlögum. Rekstrarvandi oft stjórnunarvandi "Það er oft þannig að rekstrarvandi hjá ríkisstofnunum reynist þegar öllu er á botninn hvolft stjórnunarvandi. Það er mismunandi hvernig mönnum gengur að aðlaga sig að breyttum tíma," segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra aðspurður um hvort stjórnendur stofnana standi sig nægilega vel, sem og hvort eftirlit ráðuneyta sé nógu öflugt. "Svo er auðvitað ekki hægt að neita því að það koma stundum misvísandi skilaboð frá bæði stjórnvöldum og stjórnmálamönnum," segir Geir. "Menn eru í öðru orðinu að biðja um meira aðhald og aðgæslu varðandi ríkisútgjöldin en í hinu orðinu meiri fjárveitingar og meiri útgjöld." Val milli lögbrota Stjórnvöld geta ekki skellt skuldinni á forstöðumenn ríkisstofnana þegar þau hafa sjálf lagt fram óraunhæf fjárlög, segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem á sæti í fjárlaganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingar. Anna Kristín segir vanda ríkisstofnana mismunandi. Þó verði ekki litið framhjá því að fjárheimildir dugi oft ekki fyrir verkefnum stofnana. Þannig hafi ekki verið tekið tillit til aukins álags á dómstóla og Samkeppnisstofnun og fjárheimildir framhaldsskóla hafi ekki verið auknar þrátt fyrir að vitað væri að nemendum myndi fjölga. Að auki séu aukin útgjöld lögð á stofnanir án þess að fjárveitingar komi á móti. Spurningin sem hlýtur þó að vakna er hvort stjórnendum beri ekki að halda sig innan fjárveitinga og skera niður ef þeir telja heimildir sínar ekki duga til að sinna verkefnum. "Stjórnendur framhaldsskólanna geta valið á milli lögbrota. Vilja þeir brjóta lög með því að vísa nemendum frá eða vilja þeir brjóta fjárlög. Þetta er ómöguleg staða sem þeir eru settir í." Rætt í haust "Ég geri ráð fyrir að við munum halda fund í félaginu næsta haust þar sem ríkisforstjórar munu hittast og ræða þetta," segir Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Síðast var fjallað um fjármál ríkisstofnana á fundi með Jóni Kristjánssyni, þáverandi formanni fjárlaganefndar, fyrir um tveimur árum þar sem farið var yfir samskiptin við fjárlaganefnd. "Það eru margir félagsmenn þeirrar skoðunar að þeir vilji og eigi að hafa aðgang að þinginu beint til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri," segir Skúli Eggert. Ráðuneyti hafa hins vegar lagt áherslu á að fjárlagavinnan fari fram í gegnum þau og á síðasta ári voru forstöðumenn ríkisstofnana áminntir um að leita til ráðuneyta eftir frekari fjárheimildum en ekki þingsins. Áætlanir seint á ferðinni Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs kemur fram að rúmlega þriðjungur ríkisstofnana starfaði eftir ósamþykktri fjárhagsáætlun í lok mars á síðasta ári. Samkvæmt reglugerð fjármálaráðuneytis ber stjórnendum ríkisstofnana hins vegar að skila inn fjárhagsáætlun til ráðuneytis fyrir miðjan febrúar. Ellefu prósent stofnana höfðu ekki fengið fjárhagsáætlun sína samþykkta rúmum mánuði síðar og fjórðungur var enn ekki búinn að skila inn áætlun. Verst voru skilin hjá stofnunum sem heyra undir tvö ráðuneyti, menntamálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti. Hjá síðarnefnda ráðuneytinu var búið að samþykkja sautján áætlanir af 45 en aðeins eina af 55 í menntamálaráðuneytinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Á síðasta ári fóru 50 stofnanir það langt fram úr fjárheimildum sínum á fjárlögum að reglum samkvæmt bar viðkomandi ráðuneytum að grípa til aðgerða og sjá til þess að annað hvort yrði dregið úr útgjöldum eða fjárheimildir auknar. Af þessum 50 stofnunum heyra 35 ýmist undir heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti eða menntamálaráðuneyti. Viðvarandi halli hefur verið á rekstri þeirra undanfarin ár án þess að tekist hafi að snúa honum við. Alls er talið að uppsafnaður halli á rekstri ríkisstofnana og annarra fjárlagaliða hafi numið tæpum sex milljörðum króna í lok síðasta árs að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Þar segir að þrátt fyrir að áætlanagerð hafi verið efld á undanförnum árum séu "enn allt of margar stofnanir reknar með halla og í mörgum tilvikum versnaði neikvæð staða þeirra á árinu". Ríkisendurskoðun nefnir tvennt sem þarf að bæta. Annars vegar þurfa forstöðumenn stofnana að taka strax á vandanum þegar reksturinn fer fram úr fjárheimildum og draga úr kostnaði. Í annan stað þurfi að fara yfir fjármál og rekstur þeirra stofnana sem hafa safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum enda sé ljóst að margar þeirra geti engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim séu ætlaðar á fjárlögum. Rekstrarvandi oft stjórnunarvandi "Það er oft þannig að rekstrarvandi hjá ríkisstofnunum reynist þegar öllu er á botninn hvolft stjórnunarvandi. Það er mismunandi hvernig mönnum gengur að aðlaga sig að breyttum tíma," segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra aðspurður um hvort stjórnendur stofnana standi sig nægilega vel, sem og hvort eftirlit ráðuneyta sé nógu öflugt. "Svo er auðvitað ekki hægt að neita því að það koma stundum misvísandi skilaboð frá bæði stjórnvöldum og stjórnmálamönnum," segir Geir. "Menn eru í öðru orðinu að biðja um meira aðhald og aðgæslu varðandi ríkisútgjöldin en í hinu orðinu meiri fjárveitingar og meiri útgjöld." Val milli lögbrota Stjórnvöld geta ekki skellt skuldinni á forstöðumenn ríkisstofnana þegar þau hafa sjálf lagt fram óraunhæf fjárlög, segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem á sæti í fjárlaganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingar. Anna Kristín segir vanda ríkisstofnana mismunandi. Þó verði ekki litið framhjá því að fjárheimildir dugi oft ekki fyrir verkefnum stofnana. Þannig hafi ekki verið tekið tillit til aukins álags á dómstóla og Samkeppnisstofnun og fjárheimildir framhaldsskóla hafi ekki verið auknar þrátt fyrir að vitað væri að nemendum myndi fjölga. Að auki séu aukin útgjöld lögð á stofnanir án þess að fjárveitingar komi á móti. Spurningin sem hlýtur þó að vakna er hvort stjórnendum beri ekki að halda sig innan fjárveitinga og skera niður ef þeir telja heimildir sínar ekki duga til að sinna verkefnum. "Stjórnendur framhaldsskólanna geta valið á milli lögbrota. Vilja þeir brjóta lög með því að vísa nemendum frá eða vilja þeir brjóta fjárlög. Þetta er ómöguleg staða sem þeir eru settir í." Rætt í haust "Ég geri ráð fyrir að við munum halda fund í félaginu næsta haust þar sem ríkisforstjórar munu hittast og ræða þetta," segir Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Síðast var fjallað um fjármál ríkisstofnana á fundi með Jóni Kristjánssyni, þáverandi formanni fjárlaganefndar, fyrir um tveimur árum þar sem farið var yfir samskiptin við fjárlaganefnd. "Það eru margir félagsmenn þeirrar skoðunar að þeir vilji og eigi að hafa aðgang að þinginu beint til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri," segir Skúli Eggert. Ráðuneyti hafa hins vegar lagt áherslu á að fjárlagavinnan fari fram í gegnum þau og á síðasta ári voru forstöðumenn ríkisstofnana áminntir um að leita til ráðuneyta eftir frekari fjárheimildum en ekki þingsins. Áætlanir seint á ferðinni Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs kemur fram að rúmlega þriðjungur ríkisstofnana starfaði eftir ósamþykktri fjárhagsáætlun í lok mars á síðasta ári. Samkvæmt reglugerð fjármálaráðuneytis ber stjórnendum ríkisstofnana hins vegar að skila inn fjárhagsáætlun til ráðuneytis fyrir miðjan febrúar. Ellefu prósent stofnana höfðu ekki fengið fjárhagsáætlun sína samþykkta rúmum mánuði síðar og fjórðungur var enn ekki búinn að skila inn áætlun. Verst voru skilin hjá stofnunum sem heyra undir tvö ráðuneyti, menntamálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti. Hjá síðarnefnda ráðuneytinu var búið að samþykkja sautján áætlanir af 45 en aðeins eina af 55 í menntamálaráðuneytinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira