Verðhjöðnun en væntingar óbreyttar 12. júlí 2004 00:01 Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira