Lífið

Gægist oft út um gluggan

"Við eldhúsgluggann er tvímælalaust uppáhaldsstaðurinn minn á heimilinu," segir Ingibjörg Þórisdóttir, framkvæmdastjóri Hafnarfjarðarleikhússins og horfir dreymin út um gluggann. "Hér er stutt í kaffikönnurnar mínar, bollana og allt mitt kaffidót enda er ég mikil kaffikona. Þegar ég er svo komin með kaffið horfi ég beint út í garðinn og get fylgst með dóttur minni að leik, fólki að koma og fara og bara sumrinu. Það er allskonar dót í glugganum sem mér er kært, til dæmis 150 ára gömul hitaflaska sem mér áskotnaðist eftir gamla breska konu, krukka sem ég keypti á Prince Edward Island í leikferð með Brynju Ben, teketill sem mér var gefinn af góðum hug, marmaramortélið mitt sem ég hef aldrei notað en er alltaf á leiðinni að nota. Svo gaf amma mín mér einu sinni lítinn kaktus sem er alltaf þarna í gluggakistunni og hlýtur að vera löngu dáinn en dóttir mín er búin að skreyta undirskálina með kuðungum og steinum sem hún hefur fundið og það gefur bæði kaktusinum og gluggakistunni enn meira gildi."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.