Fjárlagagerð á hefðbundnu róli 7. júlí 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira