Vonbrigði í Washington 6. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar