Össur biðlar til Halldórs 4. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira