Vilji þjóðarinnar er æðri 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun