Varðstöðumenn í uppreisnarham 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun