Fimmtungur ætlar að skila auðu 23. júní 2004 00:01 Fimmtungur kjósenda ætlar að skila auðu í forsetakosningunum næstkomandi laugardag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Níu af hverjum tíu þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Ungar sjálfstæðiskonur hvetja kjósendur til að skila auðu. Kosningarnar á laugardag verða sjöttu forsetakosningarnar í sögu lýðveldisins. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í morgun ætlar um það bil fjórðungur kjósenda að skila auðu á kjörstað eða sitja heima. 19,4% ætla að skila auðu. 5,5% ætla ekki að kjósa. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur yfirgnæfandi stuðnings þeirra sem taka afstöðu en níu af hverjum tíu þeirra ætla að kjósa hann. Tæplega 8% þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Baldur Ágústsson og um 2% Ástþór Magnússon. Sé litið til allra kjósenda nýtur Ólafur Ragnar stuðnings um 60% þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn virðast vera í meirihluta þeirra sem ætla að skila auðu og hvetja hvern annan til þess, þótt engum skipulegum áróðri fyrir því sé haldið úti af flokknum. Á vefritinu tíkinni, sem ungar sjálfstæðiskonur halda úti, eru kjósendur hvattir til að skila auðu í kosningunum á laugardag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki þekkja nein fordæmi þess í íslenskri stjórnmálasögu að menn hafi hvatt fólk til þess að sitja heima eða skila auðu. Hann segir jafnframt að eðlilegasta leið þeirra, sem séu ekki sáttir við neinn frambjóðanda, sé að skila auðu í kosningum. Það sé hins vegar athyglisvert að stjórnarskráin geri ekki ráð fyrir að frambjóðendur þurfi að hafa tilskilinn hóp kjósenda á bak við sig. Gunnar Helgi segir þennan rétt sé því fyrst og fremst yfirlýsingu en geti ekki haft áhrif á formlega niðurstöðu kosninga. Ákveðinn hópur kjósenda sé að nýta sér þann rétt að láta í ljósi óánægju sína á þeim tíma sem þeir hafa ekki möguleika á, eða vilja ekki, bjóða fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fimmtungur kjósenda ætlar að skila auðu í forsetakosningunum næstkomandi laugardag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Níu af hverjum tíu þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Ungar sjálfstæðiskonur hvetja kjósendur til að skila auðu. Kosningarnar á laugardag verða sjöttu forsetakosningarnar í sögu lýðveldisins. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í morgun ætlar um það bil fjórðungur kjósenda að skila auðu á kjörstað eða sitja heima. 19,4% ætla að skila auðu. 5,5% ætla ekki að kjósa. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur yfirgnæfandi stuðnings þeirra sem taka afstöðu en níu af hverjum tíu þeirra ætla að kjósa hann. Tæplega 8% þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Baldur Ágústsson og um 2% Ástþór Magnússon. Sé litið til allra kjósenda nýtur Ólafur Ragnar stuðnings um 60% þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn virðast vera í meirihluta þeirra sem ætla að skila auðu og hvetja hvern annan til þess, þótt engum skipulegum áróðri fyrir því sé haldið úti af flokknum. Á vefritinu tíkinni, sem ungar sjálfstæðiskonur halda úti, eru kjósendur hvattir til að skila auðu í kosningunum á laugardag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki þekkja nein fordæmi þess í íslenskri stjórnmálasögu að menn hafi hvatt fólk til þess að sitja heima eða skila auðu. Hann segir jafnframt að eðlilegasta leið þeirra, sem séu ekki sáttir við neinn frambjóðanda, sé að skila auðu í kosningum. Það sé hins vegar athyglisvert að stjórnarskráin geri ekki ráð fyrir að frambjóðendur þurfi að hafa tilskilinn hóp kjósenda á bak við sig. Gunnar Helgi segir þennan rétt sé því fyrst og fremst yfirlýsingu en geti ekki haft áhrif á formlega niðurstöðu kosninga. Ákveðinn hópur kjósenda sé að nýta sér þann rétt að láta í ljósi óánægju sína á þeim tíma sem þeir hafa ekki möguleika á, eða vilja ekki, bjóða fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira