Nýtt stríð í undirbúningi? 23. júní 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið?
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun