Nýtt stríð í undirbúningi? 23. júní 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið?
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar