Ríkið þarf að spara 17. júní 2004 00:01 Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar