Afstaðan í auðu seðlunum 17. júní 2004 00:01 Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki. Fréttir Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira