Listamenn atvinnulífsins 15. júní 2004 00:01 Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar