Viðskipti Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir við tilboð í TM Bankaráð Landsbankans segir að Bankasýslan hafi verið upplýst um áhuga bankans á að kaupa tryggingafélagið TM í desember og ekki gert neinar athugasemdir fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Bankasýslan ætlar að skipta út fimm bankaráðsmönnum á næstu dögum. Viðskipti innlent 12.4.2024 17:55 Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. Viðskipti innlent 12.4.2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. Viðskipti innlent 12.4.2024 16:40 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Viðskipti innlent 12.4.2024 16:25 Flúðu dónalegan fararstjóra og fá ekki krónu Par sem krafðist þess að ferðaskrifstofa endurgreiddi því á fjórða hundrað þúsund króna vegna ferðar og skaðabóta vegna útlags kostnaðar fær ekki krónu úr hendi ferðaskrifstofunnar. Parið fór heim úr ferðinni þar sem það gat ekki hugsað sér að rekast á dónalegan fararstjórann. Neytendur 12.4.2024 15:34 Stefna Eimskip: Tjón Samskipa gæti hlaupið á milljörðum króna Lögmaður Samskipa segir að tjón félagsins af meintum ólögmætum aðgerðum Eimskips í tengslum við sátt við Samkeppniseftirlitið gæti hlaupið á milljörðum króna. Samkeppniseftirlitið vísaði fimm hundruð sinnum í yfirlýsingar Eimskips í ákvörðun sinni um sekt Samskipa, þeirrar hæstu í sögu samkeppnismála. Viðskipti innlent 12.4.2024 13:31 Spá því að verðbólga hjaðni Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni Viðskipti innlent 12.4.2024 11:27 Verður forseti viðskiptadeildar HA Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 12.4.2024 10:49 Skipaður deildarforseti lagadeildar HR Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið skipaður deildarforseti lagadeildar HR. Viðskipti innlent 12.4.2024 10:32 Laumuðu fötunum með barnabílstólunum og fá lægri bætur Fjölskylda sem ferðaðist með flugi til Stokkhólms í Svíþjóð síðasta sumar fær um 14 þúsund krónur í bætur eftir að farangur þeirra skilaði sér seint á áfangastað. Fjölskyldan fór fram á mun hærri bætur vegna málsins, um 80 þúsund krónur, en þar sem fjölskyldan fór ekki að skilmálum með því að pakka fatnaði hennar ofan í poka með barnabílstólum urðu bæturnar mun lægri en farið var fram á. Neytendur 12.4.2024 10:10 Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. Atvinnulíf 12.4.2024 07:01 Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. Viðskipti innlent 11.4.2024 20:55 Arion áminntur fyrir verklag í skoðun á mögulegum innherjasvikum Viðurlaganefnd Kauphallarinnar áminnti Arion banka opinberlega í dag fyrir að brjóta þannig gegn reglum hennar að hún gat ekki sinnt eftirliti þegar grunur um möguleg innherjasvik kom upp. Ekki var til upptaka af símtali miðlara við fjárfesti sem Kauphöllin sóttist eftir. Viðskipti innlent 11.4.2024 19:13 Lítil eftirspurn eftir hlutum Play Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða. Viðskipti innlent 11.4.2024 18:26 Ragnar Páll og Petrea Ingileif koma ný inn í stjórn Sýnar Ragnar Páll Dyer og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir voru kjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins, sem lauk nú á fimmta tímanum. Viðskipti innlent 11.4.2024 17:05 Hótelið alls ekki sex hundruð metra frá ströndinni Íslenskt par sem ferðaðist á suðrænar slóðir í fyrrasumar fær 130 þúsund króna afslátt af ferðalagi sínu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í nokkur hundruð metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið. Neytendur 11.4.2024 16:51 Kaupa Dive.is að fullu Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Viðskipti innlent 11.4.2024 16:12 Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 11.4.2024 15:21 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. Viðskipti innlent 11.4.2024 10:10 KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. Viðskipti innlent 11.4.2024 09:46 Mun stýra mannauðsmálum Alvotech Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alvotech. Jenný gekk til liðs við Alvotech í október 2022 og hefur verið mannauðsráðgjafi fyrir rannsóknar- og þróunarsvið Alvotech. Viðskipti innlent 11.4.2024 09:37 Verður samskiptastjóri Skaga Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hún hefur síðustu ár gegnt stöðu samskiptastjóra VÍS. Viðskipti innlent 11.4.2024 09:34 Bein útsending: Ásgeir svarar fyrir vextina Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar á opnum nefndarfundi sem hefst klukkan 8:30. Viðskipti innlent 11.4.2024 08:00 Kynslóðaskipti: Arftakaáætlunin virkjuð, vinnustaðaskóli og ný tækifæri fyrir starfsfólk Rio Tinto er eitt þeirra fyrirtækja á Íslandi sem vinnur markvisst að því að kynslóðaskipti innan fyrirtækisins gangi sem best fyrir sig. Atvinnulíf 11.4.2024 07:00 76 ára sögu Þorsteins Bergmanns lokið Verslun Þorsteins Bergmanns við Hraunbæ í Árbænum hefur verið lokað. Verslunin hafði verið rekin þar síðan árið 1980 en fyrsta verslun Þorsteins Bergmanns var opnuð árið 1947. Viðskipti innlent 10.4.2024 13:51 Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Viðskipti innlent 10.4.2024 13:46 Álíka margar brottfarir og á metárinu 2018 Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 173 þúsund í nýliðnum mars samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Viðskipti innlent 10.4.2024 13:21 Ólígarkar unnu mál vegna refsiaðgerða fyrir Evrópudómstól Evrópskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að rangt hafi verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu í dag. Sannanir fyrir því að þeir hafi stutt stríðsreksturinn skorti. Viðskipti erlent 10.4.2024 12:21 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. Viðskipti innlent 10.4.2024 11:45 Tinder-notendur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn afsláttur Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim. Viðskipti innlent 10.4.2024 10:38 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 334 ›
Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir við tilboð í TM Bankaráð Landsbankans segir að Bankasýslan hafi verið upplýst um áhuga bankans á að kaupa tryggingafélagið TM í desember og ekki gert neinar athugasemdir fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Bankasýslan ætlar að skipta út fimm bankaráðsmönnum á næstu dögum. Viðskipti innlent 12.4.2024 17:55
Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. Viðskipti innlent 12.4.2024 16:53
Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. Viðskipti innlent 12.4.2024 16:40
Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Viðskipti innlent 12.4.2024 16:25
Flúðu dónalegan fararstjóra og fá ekki krónu Par sem krafðist þess að ferðaskrifstofa endurgreiddi því á fjórða hundrað þúsund króna vegna ferðar og skaðabóta vegna útlags kostnaðar fær ekki krónu úr hendi ferðaskrifstofunnar. Parið fór heim úr ferðinni þar sem það gat ekki hugsað sér að rekast á dónalegan fararstjórann. Neytendur 12.4.2024 15:34
Stefna Eimskip: Tjón Samskipa gæti hlaupið á milljörðum króna Lögmaður Samskipa segir að tjón félagsins af meintum ólögmætum aðgerðum Eimskips í tengslum við sátt við Samkeppniseftirlitið gæti hlaupið á milljörðum króna. Samkeppniseftirlitið vísaði fimm hundruð sinnum í yfirlýsingar Eimskips í ákvörðun sinni um sekt Samskipa, þeirrar hæstu í sögu samkeppnismála. Viðskipti innlent 12.4.2024 13:31
Spá því að verðbólga hjaðni Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni Viðskipti innlent 12.4.2024 11:27
Verður forseti viðskiptadeildar HA Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 12.4.2024 10:49
Skipaður deildarforseti lagadeildar HR Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið skipaður deildarforseti lagadeildar HR. Viðskipti innlent 12.4.2024 10:32
Laumuðu fötunum með barnabílstólunum og fá lægri bætur Fjölskylda sem ferðaðist með flugi til Stokkhólms í Svíþjóð síðasta sumar fær um 14 þúsund krónur í bætur eftir að farangur þeirra skilaði sér seint á áfangastað. Fjölskyldan fór fram á mun hærri bætur vegna málsins, um 80 þúsund krónur, en þar sem fjölskyldan fór ekki að skilmálum með því að pakka fatnaði hennar ofan í poka með barnabílstólum urðu bæturnar mun lægri en farið var fram á. Neytendur 12.4.2024 10:10
Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. Atvinnulíf 12.4.2024 07:01
Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. Viðskipti innlent 11.4.2024 20:55
Arion áminntur fyrir verklag í skoðun á mögulegum innherjasvikum Viðurlaganefnd Kauphallarinnar áminnti Arion banka opinberlega í dag fyrir að brjóta þannig gegn reglum hennar að hún gat ekki sinnt eftirliti þegar grunur um möguleg innherjasvik kom upp. Ekki var til upptaka af símtali miðlara við fjárfesti sem Kauphöllin sóttist eftir. Viðskipti innlent 11.4.2024 19:13
Lítil eftirspurn eftir hlutum Play Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða. Viðskipti innlent 11.4.2024 18:26
Ragnar Páll og Petrea Ingileif koma ný inn í stjórn Sýnar Ragnar Páll Dyer og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir voru kjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins, sem lauk nú á fimmta tímanum. Viðskipti innlent 11.4.2024 17:05
Hótelið alls ekki sex hundruð metra frá ströndinni Íslenskt par sem ferðaðist á suðrænar slóðir í fyrrasumar fær 130 þúsund króna afslátt af ferðalagi sínu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í nokkur hundruð metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið. Neytendur 11.4.2024 16:51
Kaupa Dive.is að fullu Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Viðskipti innlent 11.4.2024 16:12
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 11.4.2024 15:21
Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. Viðskipti innlent 11.4.2024 10:10
KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. Viðskipti innlent 11.4.2024 09:46
Mun stýra mannauðsmálum Alvotech Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alvotech. Jenný gekk til liðs við Alvotech í október 2022 og hefur verið mannauðsráðgjafi fyrir rannsóknar- og þróunarsvið Alvotech. Viðskipti innlent 11.4.2024 09:37
Verður samskiptastjóri Skaga Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hún hefur síðustu ár gegnt stöðu samskiptastjóra VÍS. Viðskipti innlent 11.4.2024 09:34
Bein útsending: Ásgeir svarar fyrir vextina Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar á opnum nefndarfundi sem hefst klukkan 8:30. Viðskipti innlent 11.4.2024 08:00
Kynslóðaskipti: Arftakaáætlunin virkjuð, vinnustaðaskóli og ný tækifæri fyrir starfsfólk Rio Tinto er eitt þeirra fyrirtækja á Íslandi sem vinnur markvisst að því að kynslóðaskipti innan fyrirtækisins gangi sem best fyrir sig. Atvinnulíf 11.4.2024 07:00
76 ára sögu Þorsteins Bergmanns lokið Verslun Þorsteins Bergmanns við Hraunbæ í Árbænum hefur verið lokað. Verslunin hafði verið rekin þar síðan árið 1980 en fyrsta verslun Þorsteins Bergmanns var opnuð árið 1947. Viðskipti innlent 10.4.2024 13:51
Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Viðskipti innlent 10.4.2024 13:46
Álíka margar brottfarir og á metárinu 2018 Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 173 þúsund í nýliðnum mars samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Viðskipti innlent 10.4.2024 13:21
Ólígarkar unnu mál vegna refsiaðgerða fyrir Evrópudómstól Evrópskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að rangt hafi verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu í dag. Sannanir fyrir því að þeir hafi stutt stríðsreksturinn skorti. Viðskipti erlent 10.4.2024 12:21
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. Viðskipti innlent 10.4.2024 11:45
Tinder-notendur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn afsláttur Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim. Viðskipti innlent 10.4.2024 10:38