Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 15:42 Netöryggissveitin mælir með því að fyrirtæki fólk í afleysingum og sumarstarfsfólk vita af hættunni af fyrirmælasvikum. Vísir/Getty Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/ Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/
Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira