Viðskipti innlent

Play til Stokk­hólms og Ham­borgar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 

Viðskipti innlent

Að hræðast ekki þótt maður sé kominn djúpt í laugina og ekki alveg syndur

„Frægasta tískubúð á Íslandi fyrr og síðar var Sesar á Akureyri. Þar tókst mér að selja 20 þúsund gallabuxur í 10 þúsund manna bæ á sínum tíma. Saga mín í viðskiptum spannar marga áratugi og er ansi ótrúleg á köflum. Það hafa ekki alltaf verið jólin, en með þrautseigju, einstöku samstarfsfólki, góðum viðskiptafélögum og jákvæðni er staðan í dag frábær,“ segir hinn nær áttræði, framkvæmdaglaði Herbert Óskar Ólafsson, betur þekktur sem Kóki, sem rekur reiðtygja og reiðfataframleiðsluna Top Reiter, að líkindum þá stærstu í íslenska hestaheiminum.

Viðskipti innlent

Nýir stjórnendur hjá ELKO

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun.

Viðskipti innlent

„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“

Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 

Viðskipti innlent

Actice ehf. undir hatt Kynnis­ferða

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru.

Viðskipti innlent