Viðskipti innlent

Segir á­sakanir um þaul­skipu­lagða glæpi mann­orðsmorð

Samskip eru sökuð um ólöglegt samráð í flutningaþjónustu á Norðurlandi í tíð stjórnarformanns lífeyrissjóðsina Gildis sem formaður VR sakar um „þaulskipulagða glæpi“. Lífeyrissjóðsstjórinn hætti störfum hjá Samskipum áður en alvarlegustu brotin sem Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir voru framin.

Viðskipti innlent

Ó­fremdar­á­stand í skilum árs­reikninga

Ríkis­endur­skoðun segir að ó­fremdar­á­stand ríki í skilum árs­reikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa upp­fyllt skila­skyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið al­var­legum augum.

Viðskipti innlent

Perlan fer á sölu

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar.

Viðskipti innlent

Play sér ekki lengur fram á hagnað

Hækkun eldsneytisverðs og aðrar almennar kostnaðarhækkanir hafa neikvæð áhrif á afkomu flugfélagsins Play á seinni hluta ársins 2023. Því gerir félagið ekki lengur ráð fyrir því að afkoma ársins verði jákvæð.

Viðskipti innlent

Gunnar vildi hækka stýri­vextina minna en aðrir í nefndinni

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, greiddi atkvæði gegn tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóri á fundi peningastefnunefndar í síðasta mánuði þar sem ákveðið var að hækka stýrivexi um 0,5 prósentur, úr 8,75 prósent í 9,25 prósent.

Viðskipti innlent

Við­brögðin við Ís­lands­banka­sáttinni úr öllu hófi

Marinó Örn Tryggva­son, sem lét ný­lega af störfum sem for­stjóri Kviku banka, segir að sér þyki sam­fé­lagið hafa farið ó­sann­gjörnum höndum um stjórn­endur Ís­lands­banka í kjöl­far þess að sátt Fjár­mála­eftir­litsins við bankann var opin­beruð. Við­brögðin hafi verið úr öllu hófi.

Viðskipti innlent