Viðskipti innlent

Rétti reksturinn við eftir tapár

Nordic Visitor náði skjótum viðsnúningi á rekstrinum eftir tap á síðasta ári. Eigandinn segir það hafa verið komið í of mörg verkefni með of lága framlegð. Þörf sé á samþjöppun og hagræðingu í ferðaþjónustunni.

Viðskipti innlent

Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör

Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu.

Viðskipti innlent

Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna

„Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air.

Viðskipti innlent