Ríkið og Seðlabankinn ganga í takt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. september 2019 06:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ríkisfjármálin, vinnumarkaðurinn og peningastefnan ganga í takt í fyrsta sinn í langan tíma en þannig er unnt að stuðla að meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gylfa Zoega, nefndarmanns í peningastefnunefnd, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Á fundinum voru Ásgeir og Gylfi spurðir hvort þeir væru sammála því að ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn væru meira í samræmi við peningastefnu Seðlabankans en áður. „Það hefur kannski vantað skilning á því að ríkið beitir sér gegn niðursveiflum en þetta stendur mjög til bóta og er ein aðalástæðan fyrir því að við höfum séð meiri stöðugleika,“ svaraði Ásgeir og Gylfi tók undir. „Síðustu mánuðir eru það tímabil sem maður getur verið hvað ánægðastur með. Það varð míní-kreppa og þá voru viðbrögðin þannig að vinnumarkaðurinn var róaður sem hafði þær afleiðingar að verðbólguvæntingar fóru niður. Síðan gat fjármálastefna ríkisins brugðist við meiri slaka sem ýtti undir eftirspurn og við höfum lækkað vexti. Þannig að við erum að vinna saman í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Gylfi. „Það er mjög jákvætt og vonandi verður það þannig í framtíðinni að vinnumarkaðurinn, ríkisvaldið og Seðlabankinn gangi í takt.“ Þá kom fram í máli seðlabankastjóra að litið fram á veginn gæti vaxtalækkunarferlið haldið áfram ef verðbólguvæntingar lækka, áfram hægir á verðbólgu og ef hagvaxtarhorfur versna. Óttast hann of mikla bjartsýni miðað við gang mála erlendis. „Ég sjálfur óttast að óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til að vera satt,“ sagði Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Ríkisfjármálin, vinnumarkaðurinn og peningastefnan ganga í takt í fyrsta sinn í langan tíma en þannig er unnt að stuðla að meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gylfa Zoega, nefndarmanns í peningastefnunefnd, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Á fundinum voru Ásgeir og Gylfi spurðir hvort þeir væru sammála því að ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn væru meira í samræmi við peningastefnu Seðlabankans en áður. „Það hefur kannski vantað skilning á því að ríkið beitir sér gegn niðursveiflum en þetta stendur mjög til bóta og er ein aðalástæðan fyrir því að við höfum séð meiri stöðugleika,“ svaraði Ásgeir og Gylfi tók undir. „Síðustu mánuðir eru það tímabil sem maður getur verið hvað ánægðastur með. Það varð míní-kreppa og þá voru viðbrögðin þannig að vinnumarkaðurinn var róaður sem hafði þær afleiðingar að verðbólguvæntingar fóru niður. Síðan gat fjármálastefna ríkisins brugðist við meiri slaka sem ýtti undir eftirspurn og við höfum lækkað vexti. Þannig að við erum að vinna saman í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Gylfi. „Það er mjög jákvætt og vonandi verður það þannig í framtíðinni að vinnumarkaðurinn, ríkisvaldið og Seðlabankinn gangi í takt.“ Þá kom fram í máli seðlabankastjóra að litið fram á veginn gæti vaxtalækkunarferlið haldið áfram ef verðbólguvæntingar lækka, áfram hægir á verðbólgu og ef hagvaxtarhorfur versna. Óttast hann of mikla bjartsýni miðað við gang mála erlendis. „Ég sjálfur óttast að óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til að vera satt,“ sagði Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira